„Hjarðarholt (Dalasýslu)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Á elleftu öld bjó Halldór sonur [[Snorri goði Þorgrímsson|Snorra goða Þorgrímssonar]] í Hjarðarholti en árið [[1117]] bjó þar Guðmundur Brandsson prestur, náfrændi [[Þorgils Oddason|Þorgils Oddasonar]]. Árið [[1197]] settist svo [[Sighvatur Sturluson]] að í Hjarðarholti.
 
Hjarðarholt var síðan prestssetur allt fram á 20. öld en þá var prestbústaðurinn fluttur til [[Búðardalur|Búðardals]]. Á meðal presta í Hjarðarholti má nefna [[Gleraugna-Pétur Einarsson]], bróður [[Marteinn Einarsson|Marteins]] biskups, sem kemur töluvert við sögu [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptanna]], og séra [[Gunnar Pálsson]] skáld, sem sat staðinn á síðari hluta 18. aldar,.
 
Árið [[1899]] fann [[Daniel Bruun]] [[stuðlaberg]]slegstein sem notaður var sem þröskuldur í dyrum Hjarðarholtskirkju og kom honum á [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafn]]ið. Hann er talinn elstur íslenskra rúnalegsteina sem varðveist hafa, frá fyrri hluta 14. áldar. Á honum stendur: ''her : ligr : hallr : arason''. Hallur þessi er ekki þekktur úr öðrum heimildum.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2058772 Rúnaristur á Íslandi. Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 96. árgangur, 2000-2001.]</ref>
 
Núverandi kirkja í Hjarðarholti var vígð árið [[1904]] og er teiknuð af [[Rögnvaldur Ólafsson|Rögnvaldi Ólafssyni]] arkitekt.
 
== Tilvísun ==
<references/>
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/isl/laxdal.htm|titill=Laxdæla saga. Á vef snerpu.is, skoðað 7. nóvember 2010.}}
* {{vefheimild|url=http://www.kirkjukort.net/kirkjur/hjardarholtskirkja-i-laxardal_0108.html|titill=Hjarðarholt í Laxárdal. Á vefnum kirkjukort.net, skoðað 7. nóvember 2010.}}
 
[[Flokkur:Dalasýsla]]