„Megas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Megas ólst upp í [[Norðurmýri|Norðurmýrinni]] í [[Reykjavík]] á eftirstríðsárunum. Hann gekk í [[Austurbæjarskóli|Austurbæjarskólann]] og svo í [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]], þaðan sem hann lauk [[stúdentspróf|stúdentsprófi]] árið [[1965]]. Þá vann hann um hríð sem [[gjaldkeri]] í [[Landsbankinn|Landsbankanum]], en hélt svo til [[Noregs]] til að stunda nám í [[þjóðháttafræði]] við háskólann í [[Osló]].
 
Megas byrjaði snemma að fást við lagasmíðar og textagerð, og samdi meðal annars lagið um Gamla sorrí Grána fyrir [[ferming|fermingu]]. Áður en fyrsta [[hljómplata]] hans kom út í Noregi árið [[1972]] komu út eftir hann þrjú hefti með [[dægurlagatextar|textum]], [[nótur|nótum]] og [[teikningar|teikningum]]. Þau hétu einfaldlega ''Megas I'' ([[1968]]), ''Megas II''([[1969]]) og ''Megas III''([[1970]]). Árið [[1973]] gaf hann heftin þrjú út aftur, endurskoðuð, og bætti þriðjafjórða heftinu við, ''Megas IV''. Margt af því efni sem birtist í heftunum átti síðar eftir að rata inn á plöturnar hans.
 
Á áttunda áratugnum gaf Megas út sex hljómplötur. Textar hans voru ögrandi og mörgum var ekki hlýtt til „guðlastarans“ og „dópistans“ Megasar. Eftir fræga tónleika í [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|MH]] haustið [[1978]], ''Drög að sjálfsmorði'', sem einnig voru gefnir út á tvöfaldri plötu, tóku við nokkur ár þar sem Megas lét lítið fara fyrir sér opinberlega. Hann fór í áfengismeðferð skömmu eftir Sjálfsmorðstónleikana, en eftir þá gengu þær sögur að hann hefði fyrirfarið sér. Að meðferðinni lokinni útvegaði hann sér verkamannavinnu og stundaði myndlistarnám í [[Myndlista- og handíðaskóli Íslands|Myndlista- og handíðaskólanum]]. Í nokkur ár lét hann sér nægja að fylgjast með [[rokktónlist|rokkinu]] af hliðarlínunni, en um þetta leyti var pönkið loksins að koma til landsins. Árið [[1983]] steig hann aftur á svið, í þetta sinn með [[Íkarus (hljómsveit)|Íkarusi]], hljómsveit [[Tolli Morthens|Tolla Morthens]], og söng með þeim nokkur lög. Auk þess söng hann lög í félagi við [[Bubbi Morthens|Bubba Morthens]] inn á plötu hans, [[Fingraför (hljómplata)|Fingraför]]. Megas gaf svo sjálfur ekki út plötu fyrr en árið [[1986]], en þá höfðu sjö ár liðið frá því að síðasta plata hans kom út. Þá var heildarsafn hans einnig endurútgefið með einhverjum viðbótum. Síðan þá hefur Megas sent frá sér nýjar plötur með nokkuð reglulegu millibili. Níu plötur Megasar má finna á lista yfir hundrað bestu plötur tuttugustu aldar á Íslandi í bókinni [[Eru ekki allir í stuði (2001)]] eftir [[Dr. Gunni|Dr. Gunna]].