„Fullveldi“: Munur á milli breytinga

1.741 bæti bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Ríki geta haft fullveldi án þess að vera [[sjálfstæði|sjálfstæð]]. [[Ísland]] hlaut fullveldi [[1. desember]] [[1918]] undan [[Danmörk]]u en varð ekki sjálfstætt land fyrr en [[17. júní]] [[1944]]. Útskýringin er að Íslendingar hlutu fullveldi nema hvað Íslendingar viðurkenndu [[Danakonungar|danska konunginn]] sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana.
 
Fullveldi er endanlegt og óskert vald til að skipa málum í samfélagi. Ekki er því hægt að tala um aukið fullveldi, eða minna fullveldi. Annað hvort er fullveldisréttur hjá þjóðinni, eða hann er hjá öðrum aðila eins og konungi. Fullveldinu verður ekki skipt, en fullveldis-hafinn getur framselt vald sitt tímabundið til stjórnkerfisins, eða jafnvel til erlendra yfirþjóðlegra stofnana.
 
Ef fullveldið er hjá þjóðinni sjálfri (lýðnum), nefnist stjórnarfarið lýðveldi. Ef fullveldið er hjá konungi nefnist stjórnarfarið konungs-veldi. Ef þing fer með fullveldið er um þingræði að ræða og má í því sambandi benda á Bretland. Í Bretlandi fer Parliament með fullveldisréttinn í umboði konungs en ekki þjóðar. Bretland er því ekki lýðveldi, heldur konungs-veldi.
 
Ísland er lýðveldi, enda er fullveldisrétturinn hjá þjóðinni. Það er þjóðin sjálf sem ákveður stjórnskipunina með Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland. Forseti Lýðveldisins fer með eftirlit með stjórnkerfinu fyrir hönd þjóðarinnar. Þetta eftirlit birtist til dæmis með rétti og skyldu forsetans að vísa lögum til þjóðaratkvæðis, ef um þau er mikill ágreiningur með þjóðinni.
 
Alþingi fer með löggjafarvald í landinu, í umboði þjóðarinnar. Það fer hins vegar ekki með fullveldi þjóðarinnar og því er það rangnefni að tala um að á Íslandi ríki þingræði. Íslendingar hafa ekki afsalað fullveldi sínu til neins aðila, þótt takmarkað og tímabundið framsal hafi átt sér stað á ýmsum sviðum. Slíkt umboð getur Íslendsk þjóð afturkallað hvenær sem er og er þá sama hvort um er að ræða innlenda eða erlenda aðila.
 
 
{{Stubbur|stjórnmál}}
10

breytingar