„Voldemort“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
stýringarbölvun kvalningarbölvun og drápsbölvun
Lína 33:
Á áttunda áratugnum byrjaði Voldemort að safna fylgismönnum. Margir sem slógust í hóp með honum gerðu það til að fá sneið af þeim völdum sem honum fylgdu, en fleiri og fleiri gerðu það til að forðast hefndir. Árin sem Voldemort styrkti völd sín einkenndust af mannshvörfum og auknum átökum í galdraheiminum. Fylgismenn hans kölluðu sig [[Drápari|Drápara]] ([[:en:Death Eater]]s) og hann leit á þá sem sína ''sönnu fjölskyldu''. Drápararnir notuðu frjálslega [[ófyrirgefanlegu bölvaninnar|ófyrirgefanlegu bölvanir]] þrjár á hvern þann sem storkaði þeim eða neitaði að ganga í hópinn. Margir Dráparar sögðu seinna að á þá hefði verið beitt stýribölvun til að láta þá framkvæma morð og grimmdarverk, þrátt fyrir að mörg drápin hefðu bara verið "til gamans". Drápararnir voru merktir með myrkratákninu; hauskúpu með slöngu sem skagaði út úr munninum eins og tunga, sem var brennt innan á vinstri handlegginn. Þeir sendu merkið úr í loftið, formað úr smaragðsgrænum stjörnum í grænu reykjarskýi, eftir að þeir höfðu drepið, sem orsakaði sundrung og hræðslu hvar sem það sást.
 
Voldemort hagnaðist á deilum milli galdraheimsins og risanna, og margir risar bættust í hóp fylgismanna hans og báru ábyrgð á fjöldamorðum á muggum. Gagntekinn af fréttum af drápum, mannshvörfum og misþyrmingum í hræðsluþrungnu andrúmsloftinu, heimilaði [[Bartemius Crouch]], yfirmaður ''víkingasveitar galdramálaráðuneytisins'', [[skyggnir|skyggnum]] ([[:en:Auror]]) að nota ófyrirgefanlegu bölvaninnar(stýrisbölvun á móti þeim sem voru grunaðir um stuðning við Voldemort. Hann ráðlagði þeim að aflífa, frekar en handtaka grunaða og þeir voru jafnvel framseldir til vitsuganna, án nokkurra réttarhalda. Á þessum tíma var aðeins einn staður óhultur, Hogwarts, og margir gátu sér til að þrátt fyrir að Myrkrahöfðinginn segði þetta um Dumbledore, "Hann er forsprakki alþýðunnar, mugga og blóðníðinga", þyrði hann ekki að horfast í augu við hann, enda vissi hann að Dumbledore vann nótt sem nýtan dag til að sporna við honum. Dumbledore stofnaði [[Fönixreglan|Fönixregluna]] á þessum tíma. Það var hópur galdramanna og norna sem börðust á móti Drápurum og Voldemort. Meðal þeirra voru Lily og James Potter, Frank og Alice Longbottom, Sirius Black, Peter Pettigrew og Skröggur illaauga (:en:Mad eye Moody). Þeir voru fáliðaðir miðað við dráparana, og drápararnir myrtu Fönixmeðlimi ásamt allri fjölskyldu þeirra. Lord Voldemort var orðin máttugri en nokkur lifandi galdramaður og hafði nú náð markmiði sínu, að stærsti hluti galdraheimsins gæti ekki nefnt hann á nafn af ótta við hann og sagði í staðinn Þú-veist-hver eða Sá-sem-ekki-má-nefna.
 
Á hátindi ferilsins, árið [[1979]], heyrði Myrkrahöfðinginn orðróm um að um hann hefði verið gerður spádómur sem sagði til um þann sem gæti drepið hann. Voldemort heyrði aðeins lítinn part úr spánni, að þessi persóna myndi vera fædd í lok júlí og eiga foreldra sem höfðu lifað af þrjár tilraunir til að drepa hann. Voldemort uppgötvaði að hann yrði að finna og drepa þetta barn. Stuttu seinna fæddist [[Harry Potter]], þann [[31. júlí]]. Foreldrar hans, Lily og James Potter, voru meðlimir í Fönixreglunni og höfðu komist undan Voldemort í þrígang. Það var reyndar annar strákur sem kom líka til greina enn það var Neville Langbottom. Samt sem áður ákvað Voldemoort að Harry hlyti að vera barnið sem spádómurinn sagði til um. Voldemort gerði dauðaleit að drengnum, en þau voru vel falinn og honum mistókst. Hvernig sem því líður sveik vinur fjölskyldunnar þau og [[31. október]], [[1981]] ruddist Voldemort inn á heimili Potterfjölskyldunnar. Hann drap James og Lily dó einnig þegar hún reyndi að vernda son sinn sem var greinilega næsta fórnarlamb Voldemorts. Þegar Lord Voldemort, magnaðasti galdramaður myrku aflanna sendi drápsbölvunina á Harry Potter, endurkastaðist hún hins vegar á hann sjálfan og gerði hann líkamalausan og kraftlausan. Voldemort flúði. Voldemort dó hins vegar ekki af því að hann hafði tvístrað sál sinni (helkrossar) ,í sex hluta en Harry varð óvart sá 7undi. Þess vegna var ekki hægt að drepa hann fyrr enn allir helkrossarnir væru ónýtir.