„Helgafell (Snæfellsnesi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Helgafellskirkja. '''Helgafell''' er bær og kirkjustaður og samnefnt fell í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Bærinn stendur á ...
 
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Helgafell er í landnámi [[Þórólfur Mostrarskegg|Þórólfs Mostrarskeggs]] og í [[Eyrbyggja saga|Eyrbyggju]] segir um fellið: „Í því nesi stendur eitt fjall. Á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þangað skyldi engi maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði að hann mundi þangað fara þá er hann dæi og allir á nesinu hans frændur.“
 
Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, byggði fyrstur bæ á Helgafelli. Synir hans voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur [[Gísli Súrsson|Gísla Súrssonar]], sem Gísli drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var [[Snorri goði Þorgrímsson]], sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við [[Guðrún Ósvífursdóttir|Guðrúnu Ósvífursdóttur]] og Ósvífur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síðan lengi ekkja eftir að hann drukknaði.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4364283 Guðrún Ósvífursdóttir. Fálkinn, 48. tölublað 1946.]</ref>
 
Munkaklaustur sem stofnað hafði verið í [[Flatey á Breiðafirði|Flatey]] á [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] var flutt til Helgafells árið [[1184]] eða [[1185]] og var þar mennta- og fræðamiðstöð næstu aldir og voru þar skrifaðar margar bækur. Klaustrið var lagt niður um [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskipti]] og var þá auðugast íslenskra klaustra að jarðeignum. Konungur tók jarðirnar undir sig og gerði að léni eða [[klausturumboð|umboð]]i sem leigt var umboðsmönnum. Fyrstu árin var Helgafell aðaljörð umboðsins og það kennt við klaustrið en árið [[1565]] varð [[Arnarstapi]] aðaljörðin og eftir það kallaðist umboðið [[Stapaumboð]].
 
Kirkjan sem nú er á Helgafelli var byggð árið [[1903]]. Hún á ýmsa góða gripi, þar á meðal kirkjuklukku frá [[1545]].
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3271642|titill=Helgafell. Lesbók Morgunblaðsins, 23. júní 1935.}}
* {{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/isl/eyrbygg.htm|titill=Eyrbyggja saga. Á vef snerpu.is.}}
* {{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/isl/laxdal.htm|titill=Laxdæla saga. Á vef snerpu.is.}}
 
[[Flokkur:Kirkjustaðir í Snæfellsnessýslu]]