„Jón Sigmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jón sem fyrstur eigandi handrits AM 556a/b 4to.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Jón var launsonur [[Sigmundur Steinþórsson|Sigmundar Steinþórssonar]] prests í [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] og síðar á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í Vesturhópi og [[Solveig Þorleifsdóttir|Solveigar Þorleifsdóttur]], ekkju [[Ormur Loftsson|Orms Loftssonar]] hirðstjóra og systur [[Björn Þorleifsson|Björns Þorleifssonar]] hirðstjóra. Þau Sigmundur og Solveig áttu saman fimm börn.
 
Jón varð sýslumaður í Vaðlaþingi ([[Eyjafjarðarsýsla|Eyjafjarðarsýslu]]) árið [[1481]] og [[1493]] í Húnavatnsþingi ([[Húnavatnssýsla|Húnavatnssýslu]]). Hann bjó lengst af í [[Víðidalstunga|Víðidalstungu]] og hélt líka bú á [[Urðir|Urðum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. Hann átti í deilum um 1488 við Magnús Þorkelsson í [[Grenivík]] og Kristínu Eyjólfsdóttur konu hans og munu þá menn hans hafa brotið upp hús í Grenivík og meitt Kristínu. Hann flæktist líka inn í erfðadeiluna miklu sem varð um arf eftir [[Solveig Björnsdóttir|Solveigu Björnsdóttur]] á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði]] og fygldi þar [[Björn Guðnason|Birni Guðnasyni]] sýslumanni í [[Ögur|Ögri]], og voru þeir vinir og samherjar. (Mögulegt er að Jón varhafi fyrsturverið fyrsti eigandi handrits AM 566 a/b 4to, sem er m.a.meðal annars aðalhandrit [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]], og gafsíðan þaðgefið síðanBirni Bjarniþað.<ref>Hast, Sture (ed.), <i>Harðar saga</i>, Editiones Arnamagæanae, series A, 6 (Copenhagen: Munksgaard, 1960), 16-30.</ref>)
 
Árið [[1508]] sigldi Jón og fékk konungsveitingu í lögmannsembættið en kom þó ekki heim til að taka við því fyrr en [[1509]]. Jón fylgdi Birni Guðnasyni í [[Vatnsfjarðarmál]]um og beittu þeir sér fyrir [[Leiðarhólmssamþykkt]], þar sem höfðingjar skuldbundu sig til að þola ekki biskupum ójöfnuð en hlíta þó kirkjulögum. Jón gat þó lítið beitt lögmannsvaldi sínu síðustu árin vegna bannfæringar. Í raun var Vigfús Erlendsson lögmaður um allt land 1516-1518 en fékk þó ekki samþykki konungs fyrir embættinu norðan og vestan.