„Hróarskeldusáttmálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Buskerud -> Blekinge (hef verið orðinn soðinn þarna)
Masae (spjall | framlög)
m flokkar
Lína 2:
'''Hróarskeldusáttmálinn''' var friðarsamningur milli [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Svíþjóð]]ar gerður í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] [[26. febrúar]] [[1658]] eftir afgerandi ósigur Dana í [[Svíastríðin|Svíastríðunum]]. Með sáttmálanum fengu Svíar endanleg yfirráð yfir [[Bohuslän]] (sem áður hafði tilheyrt [[Noregur|Noregi]]), [[Halland]]i, [[Skánn|Skáni]] og [[Blekinge]], auk [[Þrændalög|Þrændalaga]] og [[Borgundarhólmur|Borgundarhólms]]. Með samningnum fengu Svíar loks yfirráð yfir suðurhluta [[Gautland]]s sem þeir hafa enn í dag og [[náttúruleg landamæri]] í suðri.
 
[[17. júlí]] sama ár réðist [[Karl Gústaf X]] aftur inn í Danmörku með það að augnmiði að leggja hana alla undir sig. Hann settist um [[Kaupmannahöfn]] en íbúar borgarinnar vörðust hetjulega og náðu að halda umsátrið nógu lengi út til að [[Holland|hollenski]] flotinn næði að koma þeim til bjargar og sigra sænska flotann í [[orrustan um Eyrarsund|orrustunni um Eyrarsund]] [[8. nóvember]]. [[1659]] var afgangurinn af Danmörku smám saman leystur undan yfirráðum Svía með aðstoð Hollendinga og [[15601660]] var undirritaður [[Kaupmannahafnarsáttmálinn]] sem gaf Dönum aftur [[Þrændalög]] (sem gert höfðu uppreisn gegn Svíum) og [[Borgundarhólmur|Borgundarhólm]].
 
[[Flokkur:Svíastríðin]]
[[Flokkur:Friðarsamningar]]
[[Flokkur:Saga Norðurlanda]]
[[Flokkur:Saga Danmerkur]]
[[Flokkur:Saga Noregs]]
[[Flokkur:Saga Finnlands]]
[[Flokkur:Saga Svíþjóðar]]
 
[[cs:Roskildský mír]]