„Orrustan við Hastings“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: an:Batalla de Hastings
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Harold dead bayeux tapestry.png|thumb|250px|Dauði Harolds á [[Bayeux-refillinn|Bayeux-reflinum]].]]
'''Orrustan við Hastings''' var [[orrusta]] sem háð var þann [[14. október]] [[1066]] átta kílómetrum norður af [[Hastings]] í [[Austur-Sussex]] á [[England]]i. Segja má að hún hafi ráðið úrslitum um það að [[Normannar]] náðu yfirráðum í landinu og urðu þar yfirstétt. Orrustan merkti byrjun [[Landvinningar Normanna á Englandi|landvinninga Normanna á Englandi]].
 
Normanski hertoginn [[Vilhjálmur 1. Englandskonungur|Vilhjálmur bastarður]] kom með her sinn yfir [[Ermarsund]] [[28. september]] og er sagt að í flota hans hafi verið 696 skip. Þremur dögum áður, þann [[25. september]], hafði [[Haraldur Guðinason]] Englandskonungur unnið sigur á her [[Haraldur harðráði|Haraldar harðráða]] Noregskonungs í orrustunni við [[Stafnfurðubryggja|Stafnfurðubryggju]], skammt frá [[Jórvík]]. Þegar hann frétti af innrásarliðinu flýtti hann sér suður á bóginn og hafði með sér þann hluta hers síns sem fær var til eftir bardagann við Norðmennina og reyndi að safna meira liði á leiðinni. Herirnir mættust við Hastings 14. október og varð þar harður bardagi sem lauk með falli Haraldar. Er sagt að hann hafi fengið ör í augað. Hann var annar af einungis tveimur enskum þjóðhöfðingum sem hafa fallið í orrustu (hinn var [[Ríkharður 3.]]).