„Íslenski hesturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 39:
Íslenski hesturinn gegndi mikilvægu hlutverki á tímum [[víkingur|víkinga]] í [[hernaður|hernaði]] og var góður hestur lífsnauðsynlegur [[stríðsmaður|stríðsmanni]]. Hesturinn var tákn um veldi víkinga og var mikil virðing borin fyrir honum og oftar en ekki voru altygjaðir hestar grafnir með stríðsmönnum sínum. Í Íslendingasögum er þess einnig getið að íslenski hesturinn hafi verið gefin sem gjöf til [[konungur|konunga]] og fyrirmanna.
 
Í [[Norræn goðafræði|norrænni goðafræði]] skipaði hesturinn stórt hlutverk og var hann meðal annars [[frjósemistákn]] og verndari [[skáldskapur|skáldskapar]]. Hestar voru heilög dýr og var lögð mikil rækt við þá. Frægasti hesturinn úr norrænum goðasögum er án efa hinn áttfætti [[Sleipnir]], hestur [[Óðinn|Óðins]]. Enn í dag eru áhrif norrænna sagna að finna í hestasamfélaginu þar sem mörg [[hestamannafélag|hestamannafélög]] og fjöldi hesta bera nöfn sem koma úr goðafræðinni.
 
Þegar [[kristni]] var lögtekin, á 10. öld, var bannað að borða hrossakjöt í kristni erlendis, en Íslendingar tóku kristni með nokkrum skilyrðum, meðal annars því að hrossakjötsát væri leyfilegt. Eftir því sem aldirnar liðu náði þessi erlendi hugsanaháttur þó að skjóta rótum á Íslandi, og það að borða hrossakjöt var talið ganga [[glæpur|glæpi]] næst. Einstaka fátæklingar borðuðu hrossakjöt og hirtu ekki um [[hjátrú]] en þeir sem gerðu það voru oftar en ekki fyrirlitnir og kallaðir hrossakjötsætur.