„Kosningaréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Kosningaréttur á Íslandi ==
Íslendingar fengu fyrst kosningarétt með tilskipun sem [[Kristján 8.]] Danakonungur gaf út [[8. mars]] [[1843]] og var hann bundinn því að menn væru orðnir 25 ára, hefðu óflekkað [[mannorð]] og ættu að minnsta kosti 10 [[hundrað|hundraða]] jörð eða múr- eða timburhús í kaupstað sem metið væri á að minnsta kosti 1000 [[Ríkisdalir|ríkisdali]] eða hefðu lífstíðarábúð á 20 hundraða jörð. Karlmenn einir höfðu kosningarétt.
 
Reglurnar um eign voru rýmkaðar dálítið þegar kosið var til [[þjóðfundurinn 1851|þjóðfundarins 1851]] og aftur árið [[1903]]. Þá fengu karlmenn sem ekki voru öðrum háðir sem hjú og borguðu fjórar krónur eða meira í útsvar kosningarétt.
 
Árið [[1915]] var svo gerð veruleg breyting; í fyrsta lagikonur fengu konurþá kosningarétt og einnig allir sem orðnir voru 25 ára og skulduðu ekki [[sveitarstyrkur|sveitarstyrk]]. Þessum nýju kjósendum var þó ekki strax treyst til að beita kosningaréttinum; aðeins þeir sem orðnir voru 40 ára máttu kjósa og það mark átti síðan að færast niður um eitt ár á ári þar til 25 ára markinu væri náð. Þessar takmarkanir voru þó felldar niður árið [[1920]].
 
Enn varð breyting árið [[1934]], þegar kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur og takmarkanir á kosningarétti vegna skuldar við sveitarsjóð voru numdar úr gildi. Kosningaaldurinn var svo lækkaður í 20 ár árið [[1968]] og að lokum í 18 ár [[1984]].