„Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
sameinaði við Þingforseti neðri deildar Bandaríkjanna
Lína 1:
[[Mynd:Seal_of_the_Speaker_of_the_US_House_of_Representatives.svg|200px|thumb|right| Skjaldarmerki embættis forseta [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings|fulltrúadeildarinnar]].]]
'''Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings''', er æðsta embætti neðri deildar [[Bandaríkjaþing|bandaríkjaþings]], [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings|fulltrúadeildarinnar]]. Embættið er grundað í fyrstu grein [[stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrár Bandaríkjanna]] og hefur því embættið verið til staðar frá fullgildingu stjórnarskráarinnar árið [[1789]]. Samkvæmt stjórnarskrá er forseti fulltrúadeildarinnar næstur í röðinni á eftir [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforseta Bandaríkjanna]] til að taka við stöðu [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] skyldi hann deyja, segja af sér, eða á einhvern hátt vera leystur frá störfum. Núverandi forseti fulltrúadeildarinnar er [[Nancy Pelosi]], en hún er fyrsta konan sem gegnir embættinu og tók hún við embættinu þann [[4. janúar]] [[2007]]. Pelosi er þingmaður áttunda kjördæmis [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Auk þess að vera fyrsta konan til að gegna þessu embætti var Pelosi fyrsti Kaliforníubúinn og fyrsti Bandaríkjamaðurinn af ítölskum uppruna til að gegna embættinu.
 
== Kosning forseta fulltrúadeildarinnar ==
Lína 11:
 
Það ber að nefna að Clay hafði til að mynda mikil áhrif á niðurstöðu kosninganna til embættis [[Forseti Bandaríkjanna|forseta Bandaríkjanna]] árið [[1824]]. Enginn frambjóðenda hlaut meirihluta kjörmanna í þeirri kosningu og samkvæmt stjórnarskrá var það því í höndum fulltrúadeildar að kjósa forseta Bandaríkjanna. Ákvörðun Clay að styðja [[John Quincy Adams]] er talin hafa ráðið úrslitum í því að Adams sigraði.
 
== Skyldur þingforseta==
Þingforseti hefur þó nokkur völd þó þau hafi raunar verið takmörkuð í seinni tíð. Þingforseti er, líkt og aðrir þingmenn, fulltrúi síns fylkis og á að gæta hagsmuna þess en hann tekur þó sjaldan þátt í umræðum né kýs, nema þegar atkvæði hans gæti haft úrslitaáhrif eða í mikilvægum málefnum eins og stjórnarskrárbreytingum. Þingforsetinn er annar í röðinni til forsetaembættisins á eftir [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforsetanum]] ef [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]] deyr, er leystur frá störfum, segir af sér eða annað kemur í veg fyrir að forseti geti sinnt starfi sínu. Það gerir þingforseta að þriðja æðsta manni ríkisins.
 
Helstu skyldur þingforseta eru að halda reglu í þinginu, láta þingmenn sverja embættiseið, skipuleggja dagskrá þingsins og stjórna umræðum og mælendaskrá eða útdeila því til annars þingmanns. <ref>{{vefheimild|url=http://www.speaker.gov/about?id=0003|titill = The Role of the Speaker of the House|mánuðurskoðað = 21. október|árskoðað = 2010}}</ref> Þingforseti hefur mikil völd yfir nefndarferlinu þar sem hann stýrir því í hvaða nefndir frumvörp eru send auk þess að velja níu fulltrúa af þrettán í eina valdamestu nefndina, [[löggjafarnefnd|löggjafarnefndina]] (e. Committee on Rules). Hann velur einnig fulltrúa til setu í þingnefndum (e. Select committees) og ráðgjafanefndum (e. Conference committees). Þingforseta ber skylda til að framfylgja reglum þingsins og sjá til þess að aðrir fylgi þeim einnig og á hann að vera sanngjarn gagnvart minnihluta þó flestir vænti þess að þingforseti nýti sér forréttindin er fylgja embættinu flokk sínum í hag, til dæmis með því að stjórna dagskránni og reyna þannig að tryggja að frumvörp meirihlutans fái samþykki.
 
Önnur formleg störf þingforseta eru til dæmis að staðfesta úrslit forsetakosninga, hafa eftirlit með embættismönnum fulltrúadeildarinnar og skipa í ýmis embætti innan hennar.
 
== Flokkshollusta forsetans ==
Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir engar kröfur til forseta fulltrúadeildarinnar er snúa að hlutleysi og hefur sú hefð myndast í gegnum tíðina að forsetinn er flokkshollur. Slíkt er í skarpri andstæðu við, til að mynda, forseta neðri-málstofu [[Breska þingið|breska þingsins]]. Forseti fulltrúadeildarinnar telst leiðtogi flokks síns innan þingsins og er staðan jafnan talin sú valdamesta innan flokksins. Forsetinn stýrir málum í lagasetningu en hefur hefur jafnframt kosningarétt og ávarpsrétt þó að mjög sjaldgæft að forsetinn kjósi um málefni eða taki þátt í umræðum á þingi.
 
== Þekktir þingforsetar==
Meðal þekktra þingforseta má nefna [[Repúblikanaflokkurinn|repúblíkanann]] [[Thomas Brackett Reed]] sem var þingforseti á árunum [[1889]]–[[1891]] og [[1895]]–[[1899]] en hann hafði mikil áhrif á embættið með því víkka út völdin sem því fylgdu. Hann ruddi þannig brautina fyrir komandi þingforseta en [[Joseph Gurney Cannon]] sem varð þingforseti á árunum [[1903]] til [[1911]] var einn þeirra sem nýtti sér það mjög. Hann er oft talinn öflugasti þingforseti í sögu Bandaríkjanna en hann stjórnaði hvaða frumvörp voru rædd og hvernig, hann ákvað hvers konar breytingar mætti gera á frumvörpum og hvernig skyldi kosið um þau. Þannig hafði Cannon gríðarleg völd yfir þinginu.
 
Annar þekktur þingforseti í sögu Bandaríkjanna er repúblíkaninn [[Newt Gingrich]] sem var þingforseti á árunum [[1995]]-[[1999]]. Hann var eitt helsta andlit repúblikanaflokksins í sigri flokksins í þingkosningunum 1994 en þá höfðu Repúblikanar ekki haft meirihluta í fulltrúadeildinni í 40 ár. Gingrich er helst þekktur fyrir að leiða öfluga andstöðu gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta, demókratanum [[Bill Clinton]].
 
Sá eini sem setið hefur lengur en 15 ár sem þingforseti er demókratinn [[Sam Rayburn]] en hann var þingforseti í 17 ár. Hann sat á árunum [[1941]]-[[1960]] með tveim tveggja ára hléum.
 
== Heimildir ==
<div class='references-small'><references/></div>
* {{cite book|last1 = Katz| first1 = Richard S.|title = Political Institutions in the United States|publisher = Oxford University Press|date = 2007|accessdate = 13. október |accessyear=2010|isbn = 9780199283835}}
 
== Tenglar==
* [http://www.speaker.gov/''Speaker Nancy Pelosi'']
* [http://en.wikipedia.org/wiki/Speaker_of_the_United_States_House_of_Representatives''Wikipedia: Speaker of the United States House of Representatives'']
* [http://en.wikipedia.org/wiki/Joseph_Gurney_Cannon#Speaker_of_the_House''Wikipedia: Joseph Gurney Cannon'']
 
[[Flokkur: Bandarísk stjórnmál]]