„Einar Hafliðason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Einar Hafliðason''' ([[15. september]] [[1307]] – [[22. september]] [[1393]]) var íslenskur [[prestur]] og [[rithöfundur]] á 14. öld. Hann var frá [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í [[Vesturhóp]]i og var þar prestur í nærri hálfa öld. Einar var einn af höfuðklerkum Norðlendinga og gegndi stundum starfi Hólaráðsmanns og var [[officinalis]] nokkrum sinnum. Hann er þó þekktastur fyrir ritstörf sín en hann skráði meðal annars [[Lárentíusar saga biskups|sögu Lárentíusar]] Hólabiskups, sem er merkileg heimild um ýmislegt á 14. öld, og [[Lögmannsannáll|Lögmannsannál]], sem þykir með áreiðanlegri [[annáll|annálum]].
 
Einar var sonur Hafliða Steinssonar, hirðprests Noregskonungs um skeið, ráðsmanns á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] í Hjaltadal frá því um [[1292]] til [[1308]] og síðan prests á Breiðabólstað í Vesturhópi til dauðadags [[1319]], og fylgikonu hans, Rannveigar Gestsdóttur. Einar var sendur til náms hjá [[Lárentíus Kálfsson|Lárentíusi Kálfssyni]] í [[Þingeyraklaustur|Þingeyraklaustri]] þegar hann var tíu ára að aldri. Hann varð síðar trúnaðarmaður og skrifari Lárentíusar og fylgdi honum til Hóla þegar hann varð þar biskup. Þegar að því kom að Einar skyldi vígjast til prests var Lárentíus þó orðinn sjúkur og sendi hann þá Einar suður í Skálholt til [[Jón Halldórsson (biskup)|Jóns Halldórssonar]] biskup, sem vígði hann prest í [[Skarð (Landssveit)|Skarði]] á Landi haustið 1332 og var hann prestur í [[Keldnaþing]]um í hálft annað ár.
 
Vorið [[1334]] varð Einar svo prestur á [[Höskuldsstaðir (Skagaströnd)|Höskuldsstöðum]] á Skagaströnd. Árið 1343 fékk hann Breiðabólstað í Vesturhópi, sem þá var eitt besta brauð norðanlands og veitt af [[erkibiskup]]inum í [[Niðarós]]i, og hélt því embætti til æviloka, eða í 49 ár.
 
Einar var einn af höfuðklerkum Norðlendinga og gegndi stundum starfi Hólaráðsmanns og var [[officinalis]] nokkrum sinnum. Hann er þó þekktastur fyrir ritstörf sín en hann skráði meðal annars [[Lárentíusar saga biskups|sögu Lárentíusar]] Hólabiskups, sem er merkileg heimild um ýmislegt á 14. öld, og [[Lögmannsannáll|Lögmannsannál]], sem þykir með áreiðanlegri [[annáll|annálum]].
 
== Heimildir ==