„Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Kristín Björnsdóttir''' (um 13741458), oftast nefnd '''Vatnsfjarðar-Kristín''', var íslensk hefðarkona á 14. og 15. öld og einna auðugust Íslendinga á sinni t...
 
Navaro (spjall | framlög)
m Tenglar og flokkar
Lína 5:
Kristín var tvígift. Fyrri maður hennar, sem hún giftist [[1392]], var Jón, bróðir [[Loftur Guttormsson|Lofts Guttormssonar]] ríka. Hann lést í [[Svarti dauði á Íslandi|Svarta dauða]]. Þau áttu einn son sem einnig hét Jón og dó á barnsaldri. Síðan giftist hún [[Þorleifur Árnason|Þorleifi Árnasyni]] sýslumanni á [[Auðbrekka|Auðbrekku]] í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]] og í [[Glaumbær (byggðasafn)|Glaumbæ]] í Skagafirði. Hún bjó svo í Vatnsfirði eftir lát hans en síðustu árin var hún í [[Æðey]].
 
Synir þeirra Kristínar og Þorleifs voru [[Einar Þorleifsson hirðstjóri|Einar]] hirðstjóri í Vatnsfirði, [[Björn Þorleifsson hirðstjóri|Björn ríki]] hirðstjóri á Skarði, maður [[Ólöf Loftsdóttir|Ólafar ríku Loftsdóttur]], og Árni, sem giftist [[Soffía Loftsdóttir|Soffíu Loftsdóttur]]. Dæturnar voru Helga eldri kona [[Guðmundur Arason ríki|Guðmundar Arasonar]] ríka á Reykhólum, [[Solveig Þorleifsdóttir|Solveig]] húsfreyja í [[Víðidalstunga|Víðidalstungu]] og á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]], kona [[Ormur Loftsson|Orms Loftssonar]], Helga yngri húsfreyja í [[Garpsdalur|Garpsdal]], kona [[Skúli Loftsson|Skúla Loftssonar]], og Guðný í Auðbrekku, kona [[Eiríkur Loftsson slógnefur|Eiríks slógnefs]] Loftssonar. Fimm systkinanna giftust börnum Lofts Guttormssonar.
 
[[Flokkur:Íslenskar miðaldakonur]]
[[Flokkur:Vatnsfirðingar]]
{{d|1458}}