„Diðrik Píning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Erfðatafla.
Lína 4:
 
== Uppruni ==
Fátt er í raun vitað um Diðrik Píning og til dæmis er alls óvíst hvort hann var Norðmaður eða Þjóðverji. Í grein í ''Historisk tidsskrift'' 1882 kemur fram að nafnið Pining eða Pinning er gamalt í Noregi og þar er nefndur Einar Pinning í [[Björgvin]] árið [[1304]] og virðist hafa verið aðalsmaður. HnnHann átti soninn Hákon Píning.<ref>[http://www.archive.org/stream/historisktidssk66foregoog#page/n242/mode/1up/search/Pining] Daae, 1882. Historisk tidsskrift</ref> Þýskir ættfræðingar telja Diðrik Píning aftur á móti fæddan í [[Hildesheim]] í [[Þýskaland]]i um [[1428]]. Diðrik Píning tengdist hins vegar árið [[1490]] stóru erfðamáli í Noregi og bendir það til þess að hann hafi verið Norðmaður.<ref>[http://www.archive.org/stream/historisktidssk66foregoog#page/n249] Daae, 1882. Bls. 241.</ref>
 
Diðrik Píning er sagður hafa verið tíma í þjónustu [[Hamborg]]arkaupmanna og stýrði þá skipi sem elti uppi ensk kaupskip á Norður-Atlantshafi. Einnig er sagt að hann og félagi hans, Hans Pothorst, hafi ráðist á skip [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]] og rænt þau. Seinna gengu þeir í þjónustu Danakonunga.<ref>[http://www.archive.org/stream/historisktidssk66foregoog#page/n249] Daae, 1882. Bls. 234.</ref>