„Kirkjuból (Miðnesi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Innri tengill vísaði í öfuga átt
Lína 1:
{{staður á Íslandi|staður=Kirkjuból|vinstri=31|ofan=102}}
'''Kirkjuból''' er jörð og áður bær á [[Miðnes]]i, norðarlega. Kirkjuból var mikil og góð [[Jörð (landsvæði)|jörð]] fyrr á öldum en hefur hrakað mjög vegna [[landbrot]]slandbrots og auðnar í [[Miðnesheiði (Keflavík)|Miðnesheiði]] af völdum [[hrísrif]]s og [[ofbeit]]ar.
 
Um 1430 bjó á Kirkjubóli Ívar Vigfússon Hólm, sonur Vigfúsar Ívarssonar hirðstjóra (d. 1420) og hjá honum var systir hans, Margrét. Árið [[1432]] var [[Jón Gerreksson]] [[biskup]] í [[Skálholt]]i og hafði um sig sveit manna, sem voru hinir verstu ribbaldar. Forsprakki þeirra hét Magnús og er titlaður kæmeistari, en það mun líklega vera sama og bryti. Sagt er að hann hafi beðið Margrétar Vigfúsdóttur, en fengið hryggbrot. Til þess að hefna fyrir þá hneisu gerðu sveinar Jóns Gerrekssonar áhlaup á bæinn á Kirkjubóli. Lögðu þeir eld í bæinn og drápu alla nema Margréti, en hún komst ein úr brennunni og gat flúið á hesti. Komst hún norður í land segir sagan, og sór að giftast þeim manni einum, sem hefndi brennunnar. Til þess urðu [[Þorvarður Loftsson]] (sonur [[Loftur Guttormsson|Lofts ríka Guttormssonar]]) á [[Möðruvellir (Eyjafirði)|Möðruvöllum]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] og vinur hans, [[Teitur Gunnlaugsson]] í [[Bjarnanes]]i í [[Hornafjörður|Hornafirði]], en þeir fóru með her í Skálholt og drápu biskupssveina og drekktu Jóni biskupi í [[Brúará]]. Voru þeir frekar að hefna harma sinna en Margrétar, en hún giftist síðar Þorvarði og voru þau ríkustu hjón á Íslandi á sinni tíð.