„Fruma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: lbe:Жаннакъатта Breyti: qu:Silula
Lína 1:
[[Mynd:Plant cell structure Icelandic text.png|thumb|right|Mynd af innri gerð plöntufrumu, einnig sjást heiti á flestum líffærum frumunar.]]
'''Frumur''' eru smæstu, lifandi byggingareiningar [[lífverur|lífvera]], þ.e.a.s. allar lífverur eru gerðar úr frumum. Til eru lífverur sem eru einungis ein fruma og nefnast þær [[einfrumungur|einfrumungar]] en að öðrum kosti [[fjölfrumungur|fjölfrumungar]]. Frumum er almennt skipt í [[dýrafruma|dýrafrumur]] og [[plöntufruma|plöntufrumur]]. Þær geta verið sérhæfðar, t.d. [[taugafruma|taugafrumur]] og [[veffruma|veffrumur]]. Stærsta fruma mannsins er [[okfruma]].
 
== Samsetning ==
Um 70% frumna er [[vatn]]. Um 1% eru ólífrænar jónir m.a. [[kalíum]], [[natríum]], [[magnesíum]] og [[kalsíum]]. Afgangurinn er ýmsar lífrænar [[sameind]]ir m.a. [[lípíð]], [[kolvetni]], [[prótín]] og [[kjarnsýra|kjarnsýrur]].
 
=== [[Frumulíffæri]] ===
Frumulíffæri eru ýmsar sérhæfðar starfseiningar frumunnar sem sinna ólíkum hlutverkum og eru þau nokkur talsins (sjá mynd):
 
Í hverri frumu er einn eða fleiri [[Frumukjarni|kjarnar]] sem innihelda [[litningur|litninga]]. Frumur eru nefndar [[heilkjörnungur|heilkjörnungar]] ef þær hafa skýrt afmarkaðan kjarna með [[kjarnahimna|kjarnahimnu]] en ella eru þeir nefndir [[dreifkjörnungur|dreifkjörnungar]]. Í kjörnum eru [[kjarnakorn]] sem mynda [[RNA]] við [[frumuskipting]]u.
 
* [[Umfrymi]] nefnist vökvi sem þekur rýmið milli frumulíffæranna. Umfrymið stjórnar umferð efna innan frumunnar á milli frumulíffæranna og í gegnum frumuhimnuna. Um umfrymið hríslast [[frymisnet]] sem getur annað hvort verið slétt eða kornótt eftir tegund frumunnar.
 
* [[Ríbósóm]] (netkorn eða ríplur) er gerð úr RNA og prótínum. Hlutverk þeirra er að mynda [[prótín]], annað hvort til neyslu innan frumunnar eða til útflutnings.
 
* [[Golgikerfi]] (golgiflétta eða frymisflétta) eru klasar sekkja, [[seytibóla]], efna sem fruman ætlar til útflutnings t.d. á [[mjölvi|mjölva]], [[fita|fitu]] eða úrgangsefnum. Golgikerfi geta einnig verið sekkir [[leysikorna]] sem sundra ónothæfum frumulíffærum.
 
* [[Safabóla|Safabólur]] eru oftast nær litlar í dýrafrumum en stórar í plöntufrumum.
 
* [[Hvatberi|Hvatberar]] eru eins konar „orkuver“ frumunnar og innihalda sitt eigið erfðaefni. Í hvatberum fer fram [[bruni]] og [[öndun]].
 
* [[Grænukorn]] eru í plöntufrumum og eru nauðsynleg forsenda [[ljóstillífun]]ar.
 
* [[Deilikorn]] liggja rétt við kjarnann og taka þátt í [[frumuskipting]]u.
 
* [[Örpípla|Örpíplur]] og [[örþráðlingur|örþráðlingar]] eru hluti af stoðkerfi frumunnar. Þau mynda lögun hennar og taka þátt í myndum [[bifhár]]a og svipna.
 
Í dýra- og plöntu-frumum er [[valgengdræpi|valgegndræp]] frumuhimna, þ.e.a.s. hún „velur“ hvaða efni ferðast í gegn. [[Frumuveggur]] er ysta verndarlag plöntufrumna gert úr [[beðmi|beðma]] og [[pektín]]i. Eins og nafnið gefur til kynna er það eins konar styrktarlag frumunnar.
 
== Tengt efni ==