„Þorlákur helgi Þórhallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m kosmetik
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 41:
Þorlákur fór síðan utan og lærði í [[París]] og [[Lincoln]] á [[England]]i. Hann var sex vetur í þessari ferð, sem væntanlega gerðist á árabilinu 1155 – 1160 með litlum vikmörkum í báðar áttir. Eyjólfur fóstri Þorláks dó árið 1158. Hann hafði efni til að styrkja piltinn til siglingar og hefur af sínum föður vitað ýmislegt um nám í Frakklandi.
 
Þess hefur verið getið til, að Þorlákur hafi lært í skóla Viktorsklaustursins í París,<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://fr.wikipedia.org/wiki/Abbaye_Saint-Victor_de_Paris Wikipédia á frönsku: ''Abbaye Saint-Victor de Paris'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref> sem var frægur og þótti ágætur, en klaustrið heyrði til Ágústínusarreglu, var í strangara lagi og beitti sér fyrir siðbót innan kirkjunnar. Þetta hafa Ásdís Egilsdóttir og fleiri rökstutt.<ref>''Biskupa sögur II'', bls. 52, Íslenzk fornrit XVI, Reykjavík 2002.</ref> Þar lærðu nokkrir forystumenn í norsku kirkjunni, til dæmis báðir erkibiskuparnir Eysteinn og Eiríkur. Í París var einnig kunnur dómkirkjuskóli. Honum stjórnaði Petrus Lombardus (d. 1160),<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://de.wikipedia.org/wiki/Petrus_Lombardus Wikipedia á þýsku: ''Petrus Lombardus'']. Skoðað 27. ágúst 2010.</ref> virtur guðfræðingur og síðast skamma stund biskup í París.
 
Á þessum árum var Róbert de Chesney (d. 1166)<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Robert_de_Chesney Wikipedia á ensku: ''Robert de Chesney'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref> biskup í Lincoln, athafnasamur maður og þótti standa framarlega í kirkjulögum. Hann hafði verið kanoki og hafði marga lærða menn í þjónustu sinni.
 
[[Mynd:Systrafoss.JPG|thumb|left|140px|Kirkjubæjarklaustur.]]
Lína 74:
Eftir að Þorlákur kom aftur í Skálholt, var fyrsta verk hans „að semja þá af nýju heimamanna siði og hýbýla háttu, þá er héldust um hans daga vel í mörgu lagi".<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 12. kafli.</ref> Þótt orðinn væri biskup, hélt hann nálega í öllu kanokareglu, bæði í klæðabúnaði, vökum, föstum og bænahaldi. Hann kenndi prestsefnum, og „jafnan var hann að riti og ritaði ávallt helgar bækur... voru hans varir aldrei kyrrar frá Guðs lofi og bænahaldi..."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 13. kafli.</ref>
 
Á morgnana var vani Þorláks að syngja „fyrst [[Trúarjátning (kristni) | ''Credo'']] og [[Faðir vor | ''Pater noster'']] eftir það, er hann hafði signt sig, og [[hymni | hymnann]] ''Jesu nostra redemptio''<ref>[http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/log.php?ID=15 Bragi óðfræðivefur: ''Kristur vor allra endurlausn'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref>... Þá söng hann Gregoriusbæn, á meðan hann klæddi sig, og þar eftir hinn fyrsta sálm úr [[Sálmarnir | saltara]]... En er hann kom til kirkju, söng hann fyrst lof Heilagri Þrenningu. Eftir það lofaði hann með söngvum þá heilaga menn, er kirkjan var vígð, sú er þá var hann í... Síðan las hann Maríutíðir,<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Little_Office_of_Our_Lady Wikipedia á ensku: ''Little Office of Our Lady'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> og eftir það lagðist hann niður fyrir altari allur til jarðar, þá er eigi var heilagt, og bað lengi fyrir allri Guðs kristni, og hvern dag söng hann þriðjung saltara umfram vanasöng sinn, hvort sem hann var heima eða eigi, og söng fleira milli sálma en aðrir menn. Hann söng fyrst ''Gloria Patri'' af Heilagri Þrenningu,<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Gloria_Patri Wikipedia á ensku: ''Glory Be to the Father'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> þá næst ''Misere mei Deus'',<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Psalm_51 Wikipedia á ensku: ''Psalm 51'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> þá ''Salvum fac Pater et Domine''<ref>Orðin ''salvum fac'' og ''salvum me fac'' [http://drbo.org/cgi-bin/s?t=0&q=Salvum+fac+Pater+et+Domine&b=lvb koma víða fyrir í ''Biblíunni'']. Stefið hjá biskupi getur verið tekið úr gamalli bæn eða tíðasöng, sem nú er erfitt að greina.</ref> fyrir öllu kristnu fólki. En ef honum báru til vandamál, söng hann það vers, sem Salómon hinn spaki bað til Guðs á sínum dögum: ''Mitte mihi, Domine, auxilium de sancto.''<ref>Ásdís Egilsdóttir fann heimild fyrir því, að þetta stef hefði verið sungið í Viktorsklaustrum. ''Biskupa sögur II'', Íslenzk fornrit XVI, bls. 78, Reykjavík 2002.</ref> En er hann gekk frá matborði, söng hann: ''Benedicam Dominum in omni tempore''.<ref>[http://breviarium-romanum.blogspot.com/2009/09/2009-washington-chant-pilgrimage.html Vefurinn Breviarium Romanum, færsla frá 29. september 2009]. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> En er hann afklæddist til svefns, söng hann... ''Domine, quis habitabit'',<ref>Sálmur 15 úr ''saltaranum'' (eða 14. sálmur, eins og talið var í [http://vulsearch.sourceforge.net/html/Ps.html gömlu ''Vulgötu'']).</ref> og var honum mikið yndi að halda slíkar venjur og vænti, að nokkur mundi eftir hans háttum víkja..."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 16. kafli.</ref> Biskupi „var málið stirt og óhægt", þótt orðin væru sæt og vel saman sett, og var það vinum hans „mikil mannraun".<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 12. kafli.</ref> Ef hann stamaði, verður slíks síður vart í söng en mæltu máli.<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Stammering#Variability Wikipedia á ensku: ''Stuttering'']. Skoðað 28. ágúst 2010.</ref>
 
=== Postulleg vígsluröð ===
Lína 81:
* Þorlákur Þórhallsson<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 11. kafli.</ref>
* Eysteinn Erlendsson erkibiskup (d. 1188)<ref>[http://www.katolsk.no/biografi/eystein.htm Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: ''Den hellige Eystein Erlendson'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref>
* Alexander páfi III. (d. 1181)<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://de.wikipedia.org/wiki/Alexander_III._(Papst) Wikipedia á þýsku: ''Alexander III. (Papst)'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref>
* Lucius páfi III. (d. 1185)<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Pope_Lucius_III Wikipedia á ensku: ''Pope Lucius III'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref>
* Hadrianus páfi IV. (d. 1159)<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Pope_Adrian_IV Wikipedia á ensku: ''Pope Adrian IV'']. Skoðað 25. ágúst 2010. </ref>
* Eugenius páfi III. (d. 1153).<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://it.wikipedia.org/wiki/Papa_Eugenio_III Wikipedia á ítölsku: ''Papa Eugenio III'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref>
 
[[Postulleg vígsluröð]] biskupanna þykir varða miklu í rómversk-kaþólsku kirkjunni. Hún er nokkurs konar „andleg ættartala" allar götur til postulanna. Ekki er hér rakið lengra en svo, að Þorláki megi af eigin raun hafa verið kunnug kirkjustefna fyrirrennara sinna. Á þessum árum snérist hún um allmiklar breytingar, oftast kallaðar umbætur, ekki síst að stemma stigu við stjórnsemi aðals og höfðingja í málefnum kristni og kirkju og bæta siðferði.<ref>[http://www.piar.hu/councils/ecum10.htm Samþykktir annars Lateranþingsins árið 1139] eru eitt skýrasta dæmið um þessa kirkjustefnu. Skoðað 13. september 2010.</ref>
Lína 92:
Á biskupsárum sínum bjó Þorlákur við „margfalda vanheilsu", og síðast langaði hann til að „gefa upp biskupsdóminn og ráðast aftur undir hina sömu kanokareglu. En allsvaldandi Guð lét þetta því eigi framgengt verða, að hann sá hreinlífi hans og góðlífi vel nægjast honum til heilagleika, þó að hvergi minnkaði hans tign fyrir manna augum, sú er hann hafði honum gefið".<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 17. kafli.</ref>
 
Þorlákur lauk haustið 1193 við að vísitera þann landsfjórðung, sem næstur honum var. En í ferðinni tók hann þá sótt, sem dró hann til bana. Hann „lá þrjá mánuði í rekkju og hafði þunga sótt, en aldrei svo harða verki, að hann mætti eigi fyrir öllu ráð gera og skipa, sem hann vildi". Meðal annars kom til hans [[Þorvaldur Gissurarson]], og reiknaði þá „Þorlákur fyrir kennimönnum og höfðingjum fjárhagi staðarins, og hafði allmikið græðst, meðan hann hafði fyrir ráðið... Sjö náttum fyrir andlát sitt kallar hann til sín lærða menn og lét olea<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Anointing_of_the_Sick Wikipedia á ensku: ''Anointing of the Sick'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> sig, og áður hann væri smurður talaði hann langt erindi, þó honum væri málið erfitt..." Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Harmið eigi, þó að skilji vorar samvistir, því að eg fer eftir mínum forlögum. Hefi eg jafnan til lítils fær verið, ef eigi hefðu aðrir mér hjálpað. Er yður lítill skaði að mér, en næst eftir mig mun koma mikill höfðingi. Vil eg yður í því hugga, að eg þykjumst víst vita, að eigi mun Guð mig helvítismann dæma." Síðustu orð Þorláks voru þau, að hann beiddist að drekka. Eftir dauðann þóttu ásjóna hans og augu mjög björt. Hann hafði haft mörg sár stór og smá á líkamanum, en þau voru öll gróin.<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 18. kafli.</ref>
 
Lík biskups var borið til kirkju og látið standa í kór í þrjár nætur. Margir voru viðstaddir útförina. [[Gissur Hallsson]] talaði yfir moldum biskupsins.<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 19. kafli.</ref>
Lína 101:
Þorlákur fékk snemma á sig orð sem helgur maður sem gott var að heita á. Hann var tekinn í dýrlinga tölu á Íslandi og áheit á hann leyfð árið 1198. Páll Skálholtsbiskup lýsti því yfir í [[lögrétta | lögréttu]] á Pétursmessudag [[29. júní]]. Bein Þorláks voru tekin upp [[20. júlí]] það sama ár. Þá voru komnir í Skálholt þeir Brandur Hólabiskup og [[Guðmundur góði Arason | Guðmundur prestur Arason]], eins og segir í sögu hins síðarnefnda, en hann réð mestu, hvað sungið var við athöfnina. Þorlákur á tvo [[dýrlingadagur|messudaga]] á ári: dánardag sinn, [[Þorláksmessa á vetri|Þorláksmessu á vetri]] 23. desember, og [[Þorláksmessa á sumri|Þorláksmessu á sumri]] 20. júlí. Þá voru sungnar [[Þorlákstíðir]]. Einnig var samin [[Þorláks saga]], sem er til í nokkrum gerðum. Og fjölmörgum sögum um [[kraftaverk]], sem eignuð voru árnaðarorði hans, var safnað saman í [[Jarteinabækur Þorláks helga]]. Páll biskup lét gera mikið og vandað [[Þorláksskrín]], sem fór forgörðum eftir siðskipti. Sagt er, að smábrot af helgum dómi biskupsins sé varðveitt í vegg [[Múrinn | Magnúsardómkirkju í Færeyjum]]. Búast má við, að kirkjur, sem helgaðar voru Þorláki eða hans var sérstaklega minnst í, svo sem Niðarósdómkirkja, hafi einnig fengið að gjöf einhvern helgan dóm tengdan biskupinum, þótt vitneskju um það skorti.
 
Heilagur Þorlákur þótti vera dýrlingur alls almennings og bera fram árnaðarorð fyrir snauða ekki síður en ríka, eins og hann í jarðlífinu "lagði mikla stund á að elska fátæka menn. Klæddi hann kalna en fæddi hungraða... lét kalla saman fátæka menn fyrir hinar hæstu hátíðir, tólf eða níu eða sjö, og kom til leynilega að þvo fætur þeirra og þerraði síðan með hári sínu og gaf hverjum þeirra nokkra góða ölmusu, áður á brott færi."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 14. kafli.</ref> Sagt er, að sums staðar í Noregi hafi fátækt fólk átt jafnvel auðveldara með að snúa sér til hans en heilags [[Ólafur helgi | Ólafs konungs]]. Og í færeyskri þjóðtrú varð heilagur Þorlákur að nokkurs konar jólasveini.<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://no.wikipedia.org/wiki/Thorlákr_Thorhallsson Wikipedia á norsku: ''Thorlákr Thorhallsson'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref> Þar var, eins og á Íslandi, venja að kalla 23. desember Þorláksmessu.<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://fo.wikipedia.org/wiki/Tollaksmessudagur Wikipedia á færeysku: ''Tollaksmessa'']. Skoðað 25. ágúst 2010.</ref>
 
[[Jóhannes Páll II | Jóhannes Páll páfi II.]] útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands 14. janúar 1984.<ref>''Acta Apostolicae Sedis'', bindi LXXVI, bls. 438, Typis Polyglottis Vaticanis M-DCCCC.LXXXIV.</ref> Þannig lagði hann „réttilega áherslu á, að nærvera trúarinnar mótar" þetta land, sagði [[Benedikt 16. | Benedikt páfi XVI.]]<ref>[http://www.vatican.va/holy_father/benedict_xvi/speeches/2008/december/documents/hf_ben-xvi_spe_20081218_iceland_it.html Benedikt páfi XVI. í ávarpi til nýskipaðs sendiherra 18. desember 2008]. Skoðað 27. ágúst 2010.</ref>