Munur á milli breytinga „Fulltrúadeild Bandaríkjaþings“

Mikilvægasta hlutverk fulltrúadeildarinnar er [[löggjafarvald|löggjafarvaldið]] en auk þess hefur fulltrúadeildin umsjón með [[fjárlög|fjárlögum]] og yfirlýsingu um [[stríð]]. Einnig hefur fulltrúadeildin mikilvægt hlutverk í að stuðla að jafnvægi í [[Þrískipting ríkisvaldsins|þrískiptingu valdsins]] og hafa [[þingeftirlit|eftirlit]] með [[framkvæmdavald|framkvæmdavaldinu]].
 
Löggjöf fer þannig fram að fulltrúadeildin ræðir frumvörp, gerir breytingar ef vilji er til og kýs svo um þau en yfirleitt er um að ræða rafræna kosningu. Frumvarpið er síðan sent til öldungadeildarinnar en ef öldungardeildin samþykkir er frumvarpið sent aftur í fulltrúadeildina sem kýs aftur um frumvarpið, ef til vill með einhverjum breytingartillögum frá öldungadeildinni. Öldungadeildin kýs svo einnig um frumvarpið í annað skipti áður en frumvarpið er sent til forsetans til undirritunar. Hann getur annað hvort samþykkt frumvarpið eða ekki en ef hann samþykkir það ekki þá er það sent aftur til þingsins en frumvarpið verður þá ekki að lögum nema með 2/3 atkvæða í báðum deildum þingsins. [[Frumvarp|Frumvörp]] til laga verða að vera samþykkt af báðum deildum þingsins en geta þau orðið til í annarri hvorri deildinni nema frumvörp er varða fjárlög sem byrja alltaf (að minnsta kosti formlega) í fulltrúadeild þingsins.<ref> {{cite book | last1 = Katz| first1 = Richard S.| title = Political Institutions in the United States | publisher = Oxford University Press | date = 2007 | accessdate = 2010-10-13 | isbn = 9780199283835}}</ref>
 
Fulltrúadeildin hefur að auki ákveðin völd sem [[Öldungadeild Bandaríkjaþings|öldungadeildin]] hefur ekki, svo sem að kjósa [[Forseti Bandaríkjanna|forsetann]] ef [[kjörmannaráð]] stendur á jöfnu og leggja til málshöfðun gegn forseta (e. ''impeachment'') en helsti munur á öldungadeildinni og fulltrúadeildinni er að öldungadeildin er mun frjálslegri. Í fulltrúadeildinni er ákveðið í upphafi hversu lengi megi ræða frumvarp en í öldungadeildinni er málþóf algengt þar sem tíminn er ekki takmarkaður og aðeins er hægt að stoppa málþóf með samþykki 60 öldungadeildaþingmanna. Þetta gerir það að verkum að réttur minnihlutans verður meiri og meirihlutinn neyðist oft til að málamiðla. Að auki eru flokkslínur í öldungadeildinni óljósari heldur en í neðri deildinni þar sem mikill flokksagi ríkir.<ref> {{cite book | last1 = Katz| first1 = Richard S.| title = Political Institutions in the United States | publisher = Oxford University Press | date = 2007 | accessdate = 2010-10-13 | isbn = 9780199283835}}</ref>
99

breytingar