„Fulltrúadeild Bandaríkjaþings“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hallatinna (spjall | framlög)
Hallatinna (spjall | framlög)
Lína 7:
Fulltrúar í neðri deild [[Bandaríkjaþing|Bandaríkjaþings]] eru 435 talsins en þeir eru kosnir til tveggja ára í [[einmenningskjördæmi]]skosningu. Í dag er demókrataflokkurinn með meirihluta í fulltrúadeildinni eða 253 þingmenn en repúblikanar eru með 178 fulltrúa. Auk fulltrúanna 435 eru ákveðin svæði með áheyrnafulltrúa sem eru án atkvæðisréttar en það eru umdæmi Kólumbíu, American Samoa, Guam, Jómfrúreyjar og norður Mariana eyjur auk eins [[fastafulltrúi|fastafulltrúa]] (e. ''Resident Commissioner'') frá Puerto Rico sem situr í fjögur ár. Þessir sex fulltrúar og fastafulltrúinn mega taka þátt í umræðum og kjósa í nefndum. Þeir mega einnig kjósa í „[[nefnd heildarinnar]]“ (e. Committee of the Whole) þegar atkvæði þeirra ráða ekki úrslitum en nefnd heildarinnar er nokkurs konar tæki þingsins til að kanna viðhorf þingmanna til frumvarps og leggja fram lagabreytingar.
 
[[Þingmaður|Þingmenn]] eru fulltrúar þess fylkis sem þeir eru kosnir í og bera þeir ákveðnar skyldur gagnvart sínu heimafylki og fara oft heim í fríum til að sinna vinnu þar en hugmyndin er að þingmennirnir kjósi um frumvörp á grundvelli hagsmuna síns kjördæmis.<ref>{{vefheimild|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/498496/House-of-Representatives|titill = House of Representatives|mánuðurskoðað = 11. október|árskoðað = 2010}}</ref> Misjafnt er hversu margir þingmenn sitja fyrir hvert fylki en eftir því sem íbúar fylkisins eru fleiri, því fleiri [[kjördæmi]] eru innan fylkisins. [[Kalifornía]] er með flesta þingmenn eða 53 en sjö fylki hafa aðeins einn þingmann en það eru Alaska, Delaware, Montana, Norður-Dakóta, Suður-Dakóta, Vermont og Wyoming. Frambjóðendur til fulltrúadeildarinnar verða að vera 25 ára, hafa búið í Bandaríkjunum í sjö ár og búa í því fylki sem þeir eru fulltrúi fyrir en ekkert takmark er fyrir því hversu oft þingmenn mega bjóða sig fram til setu í fulltrúadeildinni. Kosningar til fulltrúadeildarinnar eru ávallt á þriðjudegi eftir fyrsta [[mánudagur|mánudag]] í [[nóvember]] á árum sem enda á heilli tölu.<ref> {{cite book | last1 = Katz| first1 = Richard S.| title = Political Institutions in the United States | publisher = Oxford University Press | date = 2007 | accessdate = 2010-10-13 | isbn = 9780199283835}}</ref>
 
Innan fulltrúadeildarinnar starfa nefndir hinna ýmsu málefna, svo sem landbúnaðarnefnd, dómsmálanefnd, utanríkisnefnd, skattanefnd og fleira, alls 25 talsins. Einnig eru skipaðar tímabundnar nefndir en helstu hlutverk nefndanna eru að bæði valdinu og vinnunni sé dreift. Fulltrúadeildin myndi án þeirra hafa allt of mikið að gera en auk þess hvetur þetta þingmenn til að tileinka sér sérhæfni á ákveðnum sviðum til að komast í nefndarsetu. <ref> {{cite book | last1 = Katz| first1 = Richard S.| title = Political Institutions in the United States | publisher = Oxford University Press | date = 2007 | accessdate = 2010-10-13 | isbn = 9780199283835}}</ref>