„Nýaldarheimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Descartes.jpg|90px|thumb|left|[[René Descartes]] (1596-1650) er oft nefndur faðir nútímaheimspeki]]
<onlyinclude>'''Nýaldarheimspeki''' er sú [[heimspeki]] nefnd, sem var stunduð á [[nýöld]] og tók við af [[miðaldaheimspeki]] og heimspeki [[Endurreisnartíminn|endurreisnartímans]]. Venjulega er litið svo á að nýaldarheimspeki nái yfir tímabilið frá [[17. öld]] til [[19. öld|19. aldar]].</onlyinclude>
 
Upphaf nýaldarheimspeki er venjulega rakið til [[Frakkland|franska]] [[Heimspekingur|heimspekingsins]] [[René Descartes|Renés Descartes]] en sporgöngumenn hans glímdu að verulegu leyti við þær gátur heimspekinnar, sem hann hafði glímt við. Segja má að áherslubreyting hafi átt sér stað með Descartes, þar sem [[frumspeki]]n vék fyrir [[þekkingarfræði]]nni sem mesta grundvallarviðfangsefnis heimspekinnar. Auk þessa má rekja áherslubreytingu í aðferðum heimspekinga til Descartes en á [[miðaldir|miðöldum]] var heimspekin einkum stunduð í formi [[skólaspeki]]nnar, þar sem rök frá [[kennivald]]i og greining á fornum textum með aðstoð [[Aristóteles|aristótelískrar]] [[rökfræði]] voru höfð í fyrirrúmi. Á endurreisnartímanum komu að vísu fram fjölmargar nýjar hugmyndir sem drógu í efa kennivaldið, sem lá þó ætíð til grundvallar orðræðunni.
 
[[Image:Immanuel Kant (painted portrait).jpg|90px|thumb|right|[[Immanuel Kant]] (1724-1804)]]
Á þessum tíma leituðust heimspekingar við að smíða alltumvefjandi heimspekikerfi, sameinuðu [[þekkingarfræði]], [[frumspeki]], [[rökfræði]], og [[siðfræði]] og oft [[stjórnmál]] og [[náttúruvísindi]] í eitt kerfi.
 
[[Immanuel Kant]] flokkaði forvera sína í tvo hópa: [[Rökhyggja|rökhyggjumenn]] og [[Raunhyggja|raunhyggjumenn]]. Heimspeki nýaldar, einkum [[17. öld|17.]] og [[18. öld|18. aldar]] heimspeki, er oft lýst sem átökum þessara tveggja hefða. Þessi skipting er þó að einhverju leyti ofureinföldun og það er mikilvægt að hafa í huga að heimspekingarnir, sem um ræðir, töldu ekki sjálfir að þeir tilheyrðu þessum heimspekihefðum, heldur að þeir störfuðu allir innan einnar og sömu hefðarinnar.
 
[[Image:David Hume.jpg|90px|thumb|left|[[David Hume]] (1711-1776)]]
Þrátt fyrir að flokkunin sé á suman hátt villandi er hún enn notuð í dag. Helstu rökhyggjumennirnir eru venjulega taldir hafa verið Descartes, [[Baruch Spinoza]] og [[Gottfried Leibniz]] en helstu raunhyggjumennirnir voru [[John Locke]] og (á [[18. öld]]) [[George Berkeley]] og [[David Hume]]. Þeir fyrrnefndu töldu að hugsanlegt væri (þótt ef til vill væri það ómögulegt í raun) að alla [[þekking]]u væri hægt að öðlast með skynseminni einni; þeir síðarnefndu höfnuðu þessu og töldu að öll þekking yrði til með [[skynjun]], úr reynslu. Rökhyggjumenn tóku sér [[stærðfræði]] sem fyrirmynd þekkingar en raunhyggjumenn litu frekar til náttúruvísindanna.