„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{| {{Landatafla}}
|+ <big>'''United States of America'''</big>
|-
| align=center width=140px | [[Mynd:Flag of the United States.svg|125px|Fáni Bandaríkjanna]]
| align=center width=140px | [[Mynd:Great_Seal_of_the_US.png|125px|Skjaldarmerki Bandaríkjanna]]
|-
| align=center width=140px | [[Fáni Bandaríkjanna]]
| align=center width=140px | [[Skjaldarmerki Bandaríkjanna]]
|-
| style=background:#efefef; align=center colspan=2 |
|-
| align=center colspan=2 style=border-bottom:3px solid gray; | [[Kjörorð]] ríkisins</br>([[1776]]–): ''E Pluribus Unum'' ([[latína]]: Úr mörgum, eitt)</br>([[1956]]–): ''In God We Trust'' ([[enska]]: Vér treystum á Guð)
|-
| align=center colspan=2 | [[mynd:LocationUSA.png]]
|-
| [[Opinbert tungumál]]
| Ekkert, sum ríkin tilgreina.<br>[[Enska]] í raun notuð á alríkisstigi.
|-
| [[Höfuðborg]]
| [[Washington DC]]
|-
| Stærsta borg
| [[New York borg|New York]]
|-
| [[Forseti Bandaríkjanna|Forseti]]
| [[George W. Bush]]
|-
| [[Flatarmál]]<br>&nbsp;- Samtals<br>&nbsp;- % vatn
| [[Lönd eftir stærð|3. sæti]]<br>9.631.418 km²<br>4,9%
|-
| [[Fólksfjöldi]]<br>&nbsp;- Samtals ([[2004]])<br>&nbsp;- [[Þéttleiki byggðar]]
| [[Lönd eftir mannfjölda|3. sæti]]<br>293.027.571<br>32/km²
|-
| [[Sjálfstæði]]<br>&nbsp;- Lýst yfir<br>&nbsp;- Viðurkennt
| <br>[[4. júlí]] [[1776]]<br>[[3. september]] [[1783]]
|-
| [[Gjaldmiðill]]
| [[Bandaríkjadalur|Dalur ($)]]
|-
| [[Tímabelti]]
| [[UTC]] -5/-4 til -11/-10
|-
| [[Þjóðsöngur]]
| [[The Star-Spangled Banner]]
|-
| [[Rótarlén]]
| [[.us]] [[.gov]] [[.edu]] [[.mil]] [[.um]]
|-
| [[Landsnúmer]]
| 1
|}
 
'''Bandaríki Ameríku''', stundum kölluð '''Bandaríki Norður-Ameríku''' eða bara '''Bandaríkin''' eru [[sambandslýðveldi]] sem er næststærsta [[ríki]] [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] að [[flatarmál]]i og jafnframt það fjölmennasta. Þau teygja sig milli [[Atlantshaf]]s og [[Kyrrahaf]]s og eiga landamæri að [[Kanada]] í norðri og [[Mexíkó]] í suðri. Bandaríkin samanstanda af 50 ríkjum sem njóta nokkurs sjálfræðis í eigin efnum og hafa eigin löggjöf sem þó má ekki stangast á við [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]]. Auk sambandsríkjanna hafa Bandaríkin lögsögu yfir ýmsum hjálendum víða um heim.
 
Bandaríkin rekja uppruna sinn til [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfstæðisyfirlýsingarinnar]] frá [[1776]] þegar 13 [[Bretland|breskar]] [[Nýlenda|nýlendur]] lýstu yfir eigin frelsi og sjálfstæði. Á [[20. öld]]inni tóku Bandaríkin forystu í heiminum hvað varðar [[Efnahagur|efnahagsleg]], [[Stjórnmál|pólitísk]], [[Her|hernaðarleg]] og [[menning]]arleg áhrif.
 
==Saga==
Fyrstu íbúar [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] var fólk sem að koma frá [[Asía|Asíu]] fyrir u.þ.b. 12.000 [[ár]]um yfir [[Bering-landrúin|Bering-landbrúnna]] þar sem að nú er [[Beringssund]] á milli [[Síbería|Síberíu]] og [[Alaska]]. Það er áætlað að á bilinu 2-9 milljónir [[Frumbyggjar Ameríku|frumbyggja]] (indjána) hafi búið á því svæði þar sem að nú eru Bandaríkin þegar [[Evrópa|Evrópumenn]] komu þangað fyrst, með Evrópumönnum komu líka sjúkdómar eins og [[bólusótt]] sem að frumbyggjarnir höfðu ekki kynnst áður og höfðu enga mótstöðu gegn, þeim fækkaði því mjög eftir það. Þróuðustu samfélög þessara frumbyggja var að finna meðal [[Anazasi]]-þjóðarinnar í suðvestri og Woodland-indíjánanna sem að byggðu [[Cahokia]], borg sem stóð nálægt þeim stað þar sem að [[St. Louis]] er nú, þar bjuggu 40.000 manns þegar mest var í kringum [[1200]].
 
[[Landafundir norrænna manna|Norrænir menn]] komu til Norður-Ameríku í kringum árið [[1000]] en settust ekki að til frambúðar. Það var ekki fyrr en með leiðöngrum [[Kristófer Kólumbus|Kristófers Kólumbusar]] árið [[1492]] sem að Evrópumenn fóru að senda þangað könnunarleiðangra og landnema.
 
Á [[16. öld|16.]] og [[17. öld]] settust [[Spánn|Spánverjar]] að í núverandi [[Suðvesturríki Bandaríkjanna|Suðvesturríkjum Bandaríkjanna]] og [[Flórída]] þar sem að þeir stofnuðu [[St. Augustine]] [[1565]] og [[Santa Fe]] (í núverandi [[Nýja-Mexíkó|Nýju-Mexíkó]]) [[1607]]. Fyrsta varanlega byggð [[England|Englendinga]] var [[Jamestown]] í [[Virginíu]], einnig 1607. Á næstu áratugum stofnuðu [[Holland|Hollendingar]] einnig nokkrar landnemabyggðir á austurströndinni, þar á meðal [[Nýja Amsterdam|Nýju Amsterdam]] sem að seinna varð [[New York-borg|New York]]. [[Svíþjóð|Svíar]] höfðu einnig hug á landnámi í Ameríku og stofnuðu [[Fort Christina]] árið [[1637]] en misstu þá byggð til Hollendinga [[1655]].
[[Mynd:George-Washington.jpg|thumb|150px|left|[[George Washington]], fyrsti [[forseti Bandaríkjanna]].]]
Þá hófst umfangsmikið landnám [[Bretland|Breta]] á austurströndinni. Landnemarnir voru að mestu látnir afskiptalausir af móðurlandinu fyrst um sinn eða fram að sigri Breta í [[Frakka- og indíjánastríðið|Frakka- og indíjánastríðinu]] en niðurstaða þess var að [[Frakkar|Frakkar]] gáfu eftir [[Kanada]] og svæðið í kringum [[Vötnin miklu]]. Þá fóru Bretar að innheimta skatta af 13 nýlendum sínum vestanhafs. Þetta þótti mörgum íbúum nýlendanna ósanngjarnt þar sem að þeim var neitað um að hafa málsvara í [[Breska þingið|breska þinginu]]. Spennan á milli Breta og landnemanna jókst þangað til að út braust stríð, [[Frelsisstríð Bandaríkjanna]] sem að stóð frá [[1775]] til [[1783]].
 
Árið [[1776]] klufu hinar 13 nýlendur sig frá Bretlandi og stofnuðu Bandaríkin, fyrsta [[sambandslýðveldi]] heimsins, með útgáfu [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna]]. Upphaflega var um að ræða laustengt bandalag sjálfstæðra ríkja og miklar deilur voru á milli þeirra sem að vildu halda því þannig og þeirra sem að vildu sjá sterkari alríkisstjórn. Hinir síðarnefndu höfðu sigur með [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]] sem að tók gildi [[1789]].
 
Mikill skortur á vinnuafli háði hinu nýja landi frá upphafi sem að ýtti undir [[þrælahald]], sérstaklega í suðurríkjunum þar sem að mannaflsfrekur landbúnaður var stundaður sem að treysti á vinnuafl innfluttra [[Afríka|afrískra]] [[Blökkumaður|blökkumanna]]. Um miðja [[19. öld]] hafði myndast djúp gjá á milli norðurs og suðurs hvað varðaði réttindi fylkja og útvíkkun þrælahalds. Norðurríkin voru nú á móti þrælahaldi en suðurríkin álitu það nauðsynlegt og vildu taka það upp á þeim svæðum sem ekki tilheyrðu neinu fylki ennþá. Ágreiningurinn leiddi að lokum til þess að sjö suðurríki sögðu sig úr lögum við Bandaríkin og stofnuðu [[Sambandsríki Ameríku]], þau ríki sem eftir voru innan Bandaríkjanna gátu ekki sætt sig við það og [[Borgarstríð Bandaríkjanna]], einnig kallað Þrælastríðið, braust út. Fjögur fylki til viðbótar gengu til liðs við Suðurríkin eftir að stríðið hófst. Á meðan því stóð gaf [[Abraham Lincoln]] út yfirlýsingu um það að gefa skyldi öllum þrælum í Suðurríkjunum frelsi en því var ekki að fullu hrint í framkvæmd fyrr en eftir sigur norðanmanna [[1865]], upplausn Suðurríkjasambandsins og gildistöku 13. viðauka stjórnarskrárinnar. Borgarastríðið útkljáði þá spurningu hvort að einstökum fylkjum væri heimilt að segja sig úr Bandaríkjunum og það er einnig álitið vera sá punktur í sögunni þar sem að völd alríkisstjórnarinnar verða víðtækari en völd fylkjanna.
[[Mynd:1944 NormandyLST.jpg|thumb|right|Landtaka Bandaríkjamanna á strönd [[Normandí]] í seinni heimstyrjöldinni.]]
Á 19. öld bættust mörg ný fylki við hin 13 upphaflegu eftir því sem að landið stækkaði til vesturs. Þegar Texas var innlimað í Bandaríkin árið 1845 eftir að hafa verið sjálfstætt ríki í 10 ár olli það ólgu á meðal ráðamanna í Mexíkó. Í kjölfarið brast í stríð á milli landanna, hið svo kallað Mexican/American War sem stóð yfir frá 1846 - 1848. Þessu stríði lauk formlega með friðarsamningum, hinum svokallaða Treaty of Guadalupe Hidalgo og urðu Mexíkönsk stjórnvöld að afsala sér stórum hluta yfirráðasvæðis sín, þ.e. ríkjunum í norðri. Þessi innlimun á landsvæðum í Bandaríkinn, hin svokölluðu Suðvesturríki eru Kalifornía, Nevada og Utah, auk stórra landsvæða sem falla undir New Mexíkó, Colorado, Arizona og Wyoming. Vaxandi fólksfjöldi í austrinu og sívaxandi straumur innflytjenda frá Evrópu hvatti landnema til þess að leita vestur og ryðja hinum amerísku indíjánum úr vegi í leiðinni. Á sumum svæðum hafði fjöldi þeirra mjög dregist saman vegna sjúkdóma en á öðrum svæðum voru þeir fluttir til með valdi. Útþensla Bandaríkjanna átti sér ekki aðeins stað á meginlandi Norður-Ameríku heldur komust þau yfir [[Púertó Ríkó]], [[Gvam]] og [[Filippseyjar]] með sigri í [[Spænsk-bandaríska stríðið|Spænsk-bandaríska stríðinu]]. Filipseyjar hlutu sjálfstæði [[1946]].
 
Á þessu tímabili urðu Bandaríkin einnig [[iðnvæðing|iðnveldi]], sú þróun hélt áfram á [[20. öldin]]ni sem að stundum er nefnd „ameríska öldin“ vegna þeirra gífurlegu áhrifa sem að landið hafði á henni. Bandaríkin urðu á þessum tíma vagga nýsköpunar og tækniþróunar, [[sími]]nn, [[sjónvarp]]ið, [[tölva]]n, [[internet]]ið, [[kjarnorka]], [[flugvél]]in og [[geimferðir]] eru allt tækninýjungar sem að voru fundnar upp eða verulega endurbættar í Bandaríkjunum.
[[Mynd:Apicofwtc.jpg|left|thumb|Tvíburaturnanir á Manhattan í logum eftir árásirnar 11. september 2001.]]
[[Kreppan mikla]] reið yfir Bandaríkin á árunum [[1929]] til [[1941]] og var mikið áfall. Að auki tók landið þátt í bæði [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri]] og [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] með [[Bandamenn|Bandamönnum]] í bæði skiptin. Í seinna tilvikinu urðu Bandaríkin fyrsta og eina þjóðin til þess að hafa beitt [[kjarnorkuvopn]]um í stríði. Eftir stríðið stóðu Bandaríkin og [[Sovétríkin]] eftir sem einu [[risaveldi]] heimsins og háðu hið hugmyndafræðilega „[[Kalda stríðið|Kalda stríð]]“ og skiptu heiminum niður í áhrifasvæði. Í [[Víetnamstríðið|Víetnam]] og [[Kóreustríðið|Kóreu]] voru þó háð „heit stríð“ á sömu forsendu, þ.e. að berjast gegn útbreiðslu [[Kommúnismi|kommúnisma]] í heiminum.
 
Eftir fall Sovétríkjanna stóðu Bandaríkin eftir sem eina risveldi heimsins með efnahagslega og hernaðarlega yfirburði. Síðan þá hafa þau verið virk í hernaðaríhlutunum og [[Friðargæsla|friðargæslu]] um víða veröld, þar á meðal í [[Kósóvó]], [[Haítí]], [[Sómalía|Sómalíu]] og [[Líbería|Líberíu]] og í [[Persaflóastríðið 1991|Persaflóastríðinu 1991]]. Eftir [[Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001|árásirnar]] á [[World Trade Center]] og [[Pentagon]] [[11. september]] [[2001]] var hrundið af stað svokölluðu „[[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríð gegn hryðjuverkum]]“ en á grundvelli þess var ráðist inn í [[Afganistan]] og [[Írak]].
 
==Skipting í stjórnsýsluumdæmi==
Ríki Bandaríkjanna eru:
<table border="0"><tr><td>
*[[Alabama]]
*[[Alaska]]
*[[Arizona]]
*[[Arkansas]]
*[[Colorado]]
*[[Connecticut]]
*[[Delaware]]
*[[Flórída]]
*[[Georgía (fylki BNA)|Georgía]]
*[[Hawaii]]
*[[Idaho]]
*[[Illinois]]
*[[Indiana]]
*[[Iowa]]
*[[Kalifornía]]
*[[Kansas]]
*[[Kentucky]]
*[[Louisiana]]
*[[Maine]]
*[[Maryland]]
*[[Massachusetts]]
*[[Michigan]]
*[[Minnesota]]
*[[Mississippi (fylki)|Mississippi]]
*[[Missouri]]
</td><td valign="top">
*[[Montana]]
*[[Nebraska]]
*[[Nevada]]
*[[New Hampshire]]
*[[New Jersey]]
*[[New Mexico]]
*[[New York fylki|New York]]
*[[Norður-Karólína]]
*[[Norður-Dakóta]]
*[[Ohio]]
*[[Oklahoma]]
*[[Oregon]]
*[[Pennsylvanía]]
*[[Rhode Island]]
*[[Suður-Karólína]]
*[[Suður-Dakóta]]
*[[Tennessee]]
*[[Texas]]
*[[Utah]]
*[[Vermont]]
*[[Vestur Virginía]]
*[[Virginía (fylki)|Virginía]]
*[[Washington (ríki USA)|Washington]]
*[[Wisconsin]]
*[[Wyoming]]
</td></tr></table>
 
{{Bandaríkin}}
{{APEC}}
{{Atlantshafsbandalagið}}
{{Norður-Ameríka}}
 
{{Stubbur}}
 
[[Flokkur:Bandaríkin| ]]
 
[[af:Verenigde State]]
[[an:Estatos Unitos]]
[[ang:Geánlǽht Underrícu American]]
[[ar:ولايات متحدة أمريكية]]
[[ast:Estaos Uníos]]
[[be:Злучаныя Штаты Амэрыкі]]
[[bg:Съединени американски щати]]
[[bn:যুক্তরাষ্ট্র]]
[[br:Stadoù Unanet Amerika]]
[[bs:Sjedinjene Američke Države]]
[[ca:Estats Units]]
[[chr:ᎠᎺᎢ]]
[[cs:Spojené státy americké]]
[[cv:Америкăри Пĕрлешӳллĕ Штатсем]]
[[cy:Unol Daleithiau America]]
[[da:USA]]
[[de:USA]]
[[el:Ηνωμένες Πολιτείες]]
[[en:United States]]
[[eo:Usono]]
[[es:Estados Unidos]]
[[et:Ameerika Ühendriigid]]
[[fa:ایالات متحده آمریکا]]
[[fi:Yhdysvallat]]
[[fr:États-Unis d'Amérique]]
[[fy:Feriene Steaten fan Amearika]]
[[ga:Stáit Aontaithe Mheiriceá]]
[[gd:Na Stàitean Aonaichte]]
[[gl:Estados Unidos de América - United States of America]]
[[he:ארצות הברית]]
[[hi:संयुक्त राज्य अमेरिका]]
[[hr:Sjedinjene Američke Države]]
[[ht:Etazini]]
[[hu:Amerikai Egyesült Államok]]
[[ia:Statos Unite de America]]
[[id:Amerika Serikat]]
[[io:Usa]]
[[it:Stati Uniti d'America]]
[[iu:ᐊᒥᐊᓕᑲ]]
[[ja:アメリカ合衆国]]
[[ko:미국]]
[[ks:संयुक्त राज्‍य अमेरिका]]
[[ku:Dewletên Yekbûyî yên Emerîkayê]]
[[la:Civitates Americae Unitae]]
[[li:Vereinegde State van Amerika]]
[[lt:JAV]]
[[lv:Amerikas Savienotās Valstis]]
[[ms:Amerika Syarikat]]
[[mt:Stati Uniti]]
[[nah:Altepetl Osehsepanoaseh Amerikak]]
[[nb:Amerikas forente stater]]
[[nds:USA]]
[[nl:Verenigde Staten van Amerika]]
[[nn:USA]]
[[nv:Wááshindoon bikéyah ałhidadiidzooígíí]]
[[oc:Estats Units]]
[[os:Америкæйы Иугонд Штаттæ]]
[[pl:Stany Zjednoczone]]
[[pt:Estados Unidos da América]]
[[rm:Stadis Unids da l'America]]
[[ro:Statele Unite ale Americii]]
[[ru:Соединённые Штаты Америки]]
[[sa:संयुक्त राज्‍य अमेरिका]]
[[se:Amerihká ovttastuvvan stáhtat]]
[[simple:United States]]
[[sk:Spojené štáty americké]]
[[sl:Združene države Amerike]]
[[sr:Сједињене Америчке Државе]]
[[sv:USA]]
[[th:สหรัฐอเมริกา]]
[[tl:Estados Unidos]]
[[tr:Amerika Birleşik Devletleri]]
[[uk:Сполучені Штати Америки]]
[[ur:امریکہ]]
[[vi:Hoa Kỳ]]
[[zh:美国]]
[[zh-min-nan:Bí-kok]]