„Elinóra af Akvitaníu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 31:
Hinrik ungi dó [[1183]] og var það Elinóru mikið áfall en hún hélt þó enn meira upp á Ríkharð, sem hafði aðsetur í Akvitaníu. Um sama leyti fékk hún aukið frelsi og ferðaðist stundum með manni sínum en var þó alltaf undir eftirliti. Hinrik dó [[6. júlí]] [[1189]] og Ríkharður tók við krúnunni. Eitt fyrsta verk hans var að senda skipun til Englands um að sleppa Elinóru úr haldi en gæslumenn hennar höfðu þá þegar gefið henni frelsi. Hún hélt til [[London]] og tók við stjórn ríkisins þar til Ríkharður kom til landsins. Fáeinum mánuðum síðar hélt Ríkharður af stað í [[Þriðja krossferðin|Þriðju krossferðina]] og gerði móður sína að ríkisstjóra. Þegar hann var á heimleið [[1192]] handsamaði Leópold hertogi af Austurríki hann og seldi hann síðar í hendur Hinriks 6. keisara. Elinóra fór til Þýskalands og samdi um lausn hans gegn geysiháu gjaldi en henni tókst að afla peninganna með þungum skattaálögum og gat keypt Ríkharð lausan [[1194]].
 
Ríkharður varð fyrir [[ör]]varskoti þegar hann sat um kastala uppreisnarmanna í Frakklandi og dó úr [[blóðeitrun]] [[6. apríl]] [[1199]] í örmum móður sinnar. Jóhann landlausi bróðir hans tók við konungdæminu. Hann gerði friðarsamning við [[Filippus 2. Frakkakonungur|Filippus 2.]] Frakkakonung og í honum fólst meðal annars að [[Loðvík 8. Frakkakonungur|Loðvík]], krónprins Frakklands, skyldi giftast einni af dætrum [[Elinóra Kastilíudrottning|Elinóru]] drottningu af Kastilíu, systur Jóhanns. Konungur sendi Elinóru móður sína, 77 ára gamla til [[Konungsríkið Kastilía|Kastilíu]] til að velja úr prinsessunum. Hún var handsömuð á leiðinni af einum af fjandmönnum [[Plantagenetætt]]ar en tókst að fá sig lausa og komast alla leið til Kastilíu. Þar valdi hún [[Blanka af Kastilíu|Blönku]], ellefu ára dótturdóttur sína, sem brúði franska prinsins og hélt síðan með hana til baka yfir [[Pýreneafjöll]]in en komst ekki lengra en til Bordeaux, þar var hún orðin örmagna og fékk erkibiskupinn í Bordeaux til að fylgja Blönku á leiðarenda. Sjálf hélt hún í Fontevraud-klaustur í [[Loiredalur|Loiredalnum]] og dvaldist þar við fremur bága heilsu.
 
== Ævilok ==