„Tröll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Lagaákvæði um tröll
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m + tröllalög í Noregi
Lína 3:
 
== Lagaákvæði um tröll ==
 
Í [[Gulaþingslög]]um og kristinrétti [[Sverrir Sigurðsson (konungur)|Sverris konungs]] segir, að sé konu kennt, ''að hún sé tröll og mannæta'' og verði hún sönn að því, skuli ''færa hana á sæ út og höggva á hrygg''.<ref>Lúðvík Ingvarsson: ''Refsingar á Íslandi á þjóðveldistímanum'', bls. 395 – 396, Reykjavík 1970.</ref>
 
Í kafla um níðingsverk í [[Jónsbók]] er talið á meðal óbótamála ''að vekja upp tröll og fremja heiðni með því''.<ref>''Jónsbók'', Ólafur Halldórsson gaf út, 2. útgáfa, bls. 38, Odense Universitetsforlag 1970.</ref> Páll Vídalín lögmaður skýrði þetta: „Hér merkir tröll eftir sinni náttúru anda óhreina, uppvakta drauga, evocatos manes, immundos spiritus et spectra omnis generis." Hann nefndi fleiri merkingar orðsins ''tröll'' og skýrði þær með dæmum.<ref>Páll Vídalín: Skýringar yfir Fornyrði Lögbókar, bls. 555 – 568, Reykjavík 1854.</ref>.