„Eiríkur af Pommern“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 27:
 
== Hjónaband ==
Árið [[1402]] hóf Margrét drottning samningaviðræður við [[Hinrik 4. Englandskonungur|Hinrik 4.]] Englandskonung um bandalag milli [[England]]s og Norðurlanda. Hún vildi að Eiríkur gengi að eiga [[Filippa af Englandi|Filippu]], dóttur Hinriks, en sonur Hinriks, sem síðar varð [[Hinrik 5.]], giftist Katrínu systur Eiríks. Af bandalaginu varð þó ekki vegna þess að Englendingar vildu draga Norðurlönd inn í [[Hundrað ára stríðið]] við Frakka, sem þá geisaði, en Margrét vildi það ekki. Ekkert varð af tvöfalda brúðkaupinu en þó varð úr að Eiríkur og Filippa giftust [[26. október]] [[1406]] í Lundi. Hún var þá þrettántólf ára.
[[Mynd:Eric of Pomerania.jpg|thumb|left|Samtímateikning af Eiríki konungi.]]
Fátt er vitað um hjónaband þeirra en Eiríkur treysti Filippu meðal annars til að stýra ríkinu þegar hann fór í langferð um Evrópu og raunar allt til [[Landið helga|Landsins helga]] 1423-1425. Þau voru hins vegar barnlaus, nema hvað Filippa ól andvana barn árið [[1429]], eftir meira en tuttugu ára hjónaband, og lést svo ári síðar. Katrín systir Eiríks giftist aftur á móti Jóhanni af Pfalz-Neumarkt og varð móðir [[Kristófer af Bæjaralandi|Kristófers]] af Bæjaralandi, arftaka Eiríks.
Lína 42:
Árið [[1440]] var hann settur af og systursonur hans, [[Kristófer af Bæjaralandi]], tók við konungdómi í ríkjunum þremur. Eiríki var við það tækifæri boðið að vera áfram konungur Noregs, enda héldu Norðmenn lengur tryggð við hann en aðrir, en er sagður hafa svarað því til að betra væri að vera sjóræningjaforingi á Gotlandi en konungur í Noregi. Á Íslandi hélt þó [[Teitur Gunnlaugsson|Teitur ríki Gunnlaugsson]] í [[Bjarnanes]]i tryggð við Eirík til dauðadags, kvaðst aldrei hylla annan konung að Eiríki lifandi og neitaði að hylla bæði Kristófer af Bæjaralandi og Kristján 1.
 
Kristófer af Bæjaralandi lést [[1448]] og við tók [[Kristján I]]. Eiríkur af Pommern lét honum þá Visby eftir í skiptum fyrir leyfi til að snúa aftur til [[Pommern]], þar sem hann lést 1459. Eftir lát Filippu drottningar hafði hann tekið saman við konuSessilíu nokkra, sem Sessilíaverið hafði hirðmey hétFilippu, og fylgdi hún honum til Gotlands og síðan til Pommern.
 
== Heimild ==