„Eiríkur af Pommern“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 36:
Eitt helsta keppikefli Eiríks var að draga úr völdum og áhrifum [[Hansasambandið|Hansasambandsins]] á Norðurlöndum og árið [[1422]] bannaði hann Hansakaupmönnum að versla milliliðalaust í Danmörku. Og árið [[1429]] kom hann á [[Eyrarsundstollurinn|Eyrarsundstollinum]] sem átti eftir að verða aðaltekjulind danskra konunga fram á miðja [[19. öldin|19. öld]]. Öll erlendi skip sem sigldu um Eyrarsund urðu að koma við á Helsingjaeyri og greiða toll af farmi sínum.
 
Ríkisár Eiríks af Pommern einkenndust þó öðru fremur af átökum við greifana í [[HolsetalandHoltsetaland]]i um yfirráð yfir [[Suður-Jótland]]i. Honum varð þó ekkert ágengt en átökin íþyngdu efnahag ríkisins sem leiddi til þess að aðallinn í Svíþjóð og Danmörku varð honum andsnúinn og norskir bændur gerðu uppreisn.
 
Þegar Filippa drottning lést [[1430]] var Eiríkur nærri fimmtugur og barnlaus. Hann vildi að frændi hans, Bugislav af Pommern, yrði arftaki sinn en það vildi danski aðallinn ekki samþykkja. Þá fór Eiríkur í eins konar konunglegt verkfall og flutti til [[Visby]] á [[Gotland]]i [[1439]]. Þar lifði hann meira eða minna á sjóránum.