„Kópavogsfundurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m + Heimild
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Engar heimildir}}
 
'''Kópavogsfundurinn''' var haldinn [[28. júlí]] [[1662]] á [[Kópavogsþing]]i og var tilgangur hans að fá [[Ísland|Íslendinga]] til að samþykkja erfðaeinveldið. Áður fyrr var einveldið þannig að [[konungur]] væri kjörinn af helstu fulltrúum ríkisins en yrði síðan ekki löglega konungur fyrr en fulltrúar allra þjóðanna sem tilheyrðu [[Danaveldi]] höfðu samþykkt hann. [[Svíþjóð|Svíar]] höfðu fengið nóg af yfirráðum [[Danmörk|Dana]] yfir [[Eyrarsund|Eyrarsundi]] og orsakaði það stríð á milli þeirra tveggja. Afleiðingar stríðsins settu fjárhag Dana í rúst og vildi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðrik 3.]] koma á erfðaeinveldi að evrópskri fyrirmynd þar sem konungsvaldið gengi sjálfkrafa í arf. Þessi aðgerð var meðal annars til þess að takmarka völd aðalsins í [[Danmörk]]u.