„Loðvík 7. Frakkakonungur“: Munur á milli breytinga

Smálagfæringar
(Ný síða: thumb|right|Loðvík 7. vinnur krossfaraheit. '''Loðvík 7.''' (112018. september 1180), kallaður '''Loðvík ungi''' (franska (''Louis le Jeu...)
 
(Smálagfæringar)
 
== Uppvöxtur ==
Loðvík var af [[KapetingaættKapet-ætt]], næstelsti sonur [[Loðvík 6. Frakkakonungur|Loðvíks digra]] Frakkakonungs og seinni konu hans, [[AdelaideAdélaide afde Maurienne]]. Honum var ætlað að öðlast frama innan kirkjunnar en þegar hann var ellefu ára varð hann skyndilega erfingi frönsku krúnunnar þegar Filippus, eldri bróðir hans, fórst í slysi. Loðvík hafði dvalið löngum stundum í klaustrinu Saint-Denis hjá [[Suger ábóti|Suger ábóta]], ráðgjafa föður síns, var vel menntaður og sérlega trúrækinn og hefði mun fremur viljað vera prestur eða munkur en konungur.
 
Þegar hann var 17 ára sendi faðir hans hann til [[Bordeaux]] til að giftast [[Elinóra af Akvitaníu|Elinóru]] hertogaynju af [[Akvitanía|Akvitaníu]], sem þá hafði nýverið erft hertogadæmið eftir föður sinn. Fáeinum dögum eftir brúðkaupið dó Loðvík digri og ungu hjónin urðu konungur og drottning og ríktu jafnframt saman yfir Akvitaníu. Hjónaband þeirra var þó ekki gott því þau voru afar ólík, Elinóra lífsglöð og veraldlega sinnuð en Loðvík siðavandur og alvarlegur. Hann er þó sagður hafa elskað hana heitt.
 
== Efri ár Loðvíks ==
Þegar synir Hinriks 2. urðu baldnir og gerðu tíðar uppreisnir gegn föður sínum, studdi Loðvík þá og reyndi að notfæra sér deilurnar innan [[Plantagenet-ætt|Plantagenet]]fjölskyldunnar til að auka eigin áhrif. Það tókst þó ekki sem skyldi, meðal annars vegna innbyrðis ósættis prinsanna. Á stjórnartíma hans töpuðust ýmis landsvæði og hann var vondur herstjóri en ýmislegt var hins vegar bætt í stjórnkerfi ríkisins og hann átti góð samskipti við kirkjuna á síðari hluta stjórnartíðar sinnar. Framfarir urðu í landbúnaði og verslun, fólki fjölgaði og menntun batnaði; meðal annars var [[Parísarháskóli]] stofnaður.
 
Árið [[1179]] var Filippus krýndur meðkonungur föður síns í [[Reims]] og var hann síðasti Frakklandskonungur sem krýndur var að forvera sínum lifandi. Loðvík gat þó ekki verið viðstaddur krýninguna þar sem hann var sjúkur og lamaður. Hann dó haustið 1180.
| til = [[1180]]
| fyrir = [[Loðvík 6. Frakkakonungur|Loðvík 6.]]
| eftir = [[Filippus 2. Frakkakonungur|Filippus 2. Ágústus]]
}}
{{Töfluendir}}
 
[[Flokkur:Frakkland]]
[[Flokkur:Frakkakonungar]]
[[Flokkur:Saga Frakklands]]
[[Flokkur:FrakklandKapet-ætt]]
{{fd|1120|1180}}
[[ar:لويس السابع]]
7.517

breytingar