„Valdimar Ásmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Valdimar Ásmundsson''' (fullu nafni ''Jóhann Valdimar Ásmundsson'') ([[10. júlí]] [[1852]] - [[17. apríl]] [[1902]]) var stofnandi og [[ritstjóri]] [[Fjallkonan (tímarit)|Fjallkonunnar]]. Valdimar var kvæntur [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir|Bríeti Bjarnhéðinsdóttur]], kvenréttindafrömuði og útgefanda [[Kvennablaðið|Kvennablaðsins]].
 
Valdimar fæddist að Hvarfi í [[Bárðardalur|Bárðardal]] og ólst upp hjá foreldrum sínum í [[Þistilfjörður|Þistilfirði]]. Hann var ekki settur til mennta en stundaði nám upp á eigin spýtur. Milli tvítugs og þrítugs hélt hann til [[Reykjavík]]ur og fékkst um hríð við alþýðukennslu þar til hann stofnaði tímaritið Fjallkonuna árið [[1884]]. Annað aðalstarf hans var að búa útgáfu [[Sigurður Kristjánsson|Sigurðar Kristjánssonar]] á Íslendingasögunum undir prentun og semja vísnaskýringar við sögurnar. Hann samdi einnig bók um íslenskar ritreglur sem brátt varð að alþýðukennslubók síns tíma og var mjög mikið notuð. Valdimar kunni vel [[Þýska|þýsku]], [[Enska|ensku]] og [[Franska|frönsku]], auk [[Danska|dönsku]], en öll þessi tungumál hafði hann kennt sér sjálfur að mestu. Hann var og mætavel að sér í íslensku. Valdimar þýddi [[Drakúla]] eftir [[Bram Stoker]] sem birtist undir heitinu ''[[Makt myrkranna]]'', fyrst í Fjallkonunni <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2139145 Makt myrkranna; birtist í Fjallkonunni 1900]</ref> en var síðan gefin út á bók árið [[1901]]. [[Halldór Laxness]] talar um þýðingu þessa í einni minningarbók sinna.
 
Valdimar lést eftir tæpa sólarhringslegu úr slagi eða heilameinsemd vart fimmtugur að aldri.
 
== Tilvísanir ==
<references/>
 
== Tenglar ==