„Konungsríkið Navarra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Península ibérica 1030.svg|thumb|right|Pýreneaskagi árið 1030, þegar Navarra (gulbrúna svæðið efst í miðju) var stærst (múslimaríkið er grænt á kortinu).]]
[[Mynd:Blason Navarre.png|thumb|right|Skjaldarmerki Navarra frá 1212 og núverandi skjaldarmerki franska héraðsins [[Lægri-Navarra]] og (með kórónu) spænska sjálfstjórnarhéraðsins Navarra.]]
'''Konungsríkið Navarra''' (líka þekkt sem ''Konungsríkið Pamplóna'') er talið hafa þróast út frá sýslunnihéraðinu [[Pamplóna]] á Norður-[[Spánn|Spáni]] og Suður-[[Frakkland]]i þegar leiðtogi [[Baskar|Baska]], [[Íñigo 1. Íñiguez]], var kjörinn [[konungur]] þar [[824]] og gerði uppreisn gegn [[Frankar|Frönkum]]. Öldum saman var Navarra helsta sjálfstæða konungsríki Baska í [[Evrópa|Evrópu]] þar til stærstur hluti þess var hernuminn af Spáni [[1515]]. Frakklandshlutinn gekk síðan saman við [[Frakkland]] [[1589]] þegar síðasti konungur sjálfstæðs Navarra, [[Hinrik 3. konungur Navarra]] varð [[Hinrik 4. Frakkakonungur]] og [[Búrbónar]] komust þannig til valda í Frakklandi.
 
Á tímum [[Rómverjar|Rómverja]] bjuggu Vaskónar á þessu svæði og voru þeir forfeður Baska. Þeim tókst að halda tungu sinni og siðum og hvorki [[Vísigotar|Vísigotum]] né [[Márar|Márum]] tókst að ná þeim fullkomlega á sitt vald. Árið [[778]] unnu Baskar frægan sigur á her [[Frankar|Franka]] í orrustunni í Rocevaux-skarði, eða [[Rúnsivalsbardagi|Rúnsivalsbardaga]], eins og hann kallast í ''[[Rólandskvæði]]''.
Höfuðborgir Baska, [[Vitoria-Gasteiz]] og [[San Sebastián]], voru stofnaðar af [[Sancho 6.]] konungi Navarra [[1150]] til [[1194]].
 
Um hálfri öld seinna var höfðinginn Iñigo Arista kjörinn konungur Pamplona og var það fyrsti vísirinn að konungsríkinu Navarra, sem náði síðan hátindi sínum á valdaskeiði [[Sancho 3. Navarrakonungur|Sanchos 3.]] Navarrakonungs eða Sanchos mikla, sem var frá því um 1000 til 1035. Þá náði ríkið yfir allt það svæði sem nú kallast Navarra, [[Baskaland]] (þar næst vestan við) og [[Rioja]]-hérað, auk svæða sem nú tilheyra [[Kantabría|Kantabríu]], [[Kastilía|Kastilíu]] og [[Aragónía|Aragóníu]]. Eftir hans dag skiptist Navarra á milli sona hans og varð aldrei aftur jafnstórt og öflugt.
[[Mynd:Blason Navarre.png|thumb|rightleft|Skjaldarmerki Navarra frá 1212 og núverandi skjaldarmerki franska héraðsins [[Lægri-Navarra]] og (með kórónu) spænska sjálfstjórnarhéraðsins Navarra.]]
Á árunum 1076-1134 var landið í konungssambandi við Aragóníu og stjórnað þaðan. [[Garcia Ramirez, Navarrakonungur|Garcia Ramirez]], dóttursonur [[El Cid]] og afkomandi launsonar Sanchos 3., endurreisti svo konungsríkið Navarra [[1134]]. Raunar var það fyrst þá sem nafnið Navarra kom fram; áður var talað um konungsríkið Pamplona í heimildum þótt nú sé Navarra-nafnið alltaf notað.
 
Sonur Garcia Ramirez var [[Sancho 6. Navarrakonungur|Sancho 6.]], vel menntaður og hæfur konungur sem styrkti ríkið mjög og tapaði aldrei orrustu. Hann stofnaði höfuðborgir Baska, [[Vitoria-Gasteiz]] og [[San Sebastián]]. Dóttir hans var [[Berengaría af Navarra|Berengaría]] Englandsdrottning, kona [[Ríkharður ljónshjarta|Ríkharðs ljónshjarta]]. Bróðir hennar, [[Sancho 7. Navarrakonungur|Sancho 7.]] (Sancho sterki) varð konungur eftir föður sinn. Hann tapaði vesturhluta ríkisins í hendur [[Alfons 8. Kastilíukonungur|Alfons 8.]] Kastilíukonungs en átti aftur á móti stóran þátt í sigri kristnu ríkjanna á Spáni á En-Nasir kalífa í orrustunni við [[Orrustan við Las Navas de Tolosa|Las Navas de Tolosa]] árið [[1212]], en eftir hana skrapp ríki múslima á Pýreneaskaga ört saman.
 
Sancho sterki var barnlaus og systursonur hans, [[Teóbald 1. Navarrakonungur|Teóbald]] af Champagne, erfði krúnuna. Þar með styrktust mjög tengsl Navarra við Frakkland og Frakkakonunga. Sonardóttir hans, [[Jóhanna 1. Navarradrottning|Jóhanna]], erfði ríkið þegar hún var barn að aldri. Hún giftist [[Filippus 4. Frakkakonungur|Filippusi 4.]] Frakkakonungi og var Navarra í ríkjasambandi við Frakkland frá 1276-1328 en þá skildi leiðir því sonardóttir Jóhönnu, [[Jóhanna 2. Navarradrottning|Jóhanna 2.]], sem ekki átti erfðarétt að frönsku krúnunni, varð þá drottning Navarra og síðan ríktu afkomendur hennar þar.
 
Árið [[1512]] hertók [[Ferdínand 2. af Aragóníu|Ferdínand]] Aragóníukonungur þann hluta Navarra sem var sunnan Pýreneafjalla, Efri-Navarra, og innlimaði hann í konungsríkið Spán ári síðar. Lægri-Navarra (franska: ''Basse-Navarre)'' eða sá hluti Navarra sem var norðan fjallanna var áfram sjálfstætt konungsríki sem var að vísu örsmátt en konungar þar áttu stór lén í Frakklandi og ríkið var því heldur öflugra en stærðin benti til.
 
Navarra hélt sjálfstæði út öldina en gekk í ríkjasamband við Frakkland þegar konungurinn, Hinrik 3., varð konungur Frakklands sem [[Hinrik 4. Frakkakonungur|Hinrik 4.]] og taldist svo til Frakklands eftir 1620. Það var þó ekki fyrr en í [[franska byltingin|frönsku byltingunni]], þegar [[Loðvík 16.]] var tekinn af lífi, sem titillinn „konungur Frakklands og Navarra“ féll niður.
 
== Tengt efni ==
Lína 8 ⟶ 20:
* [[Navarra]]
 
== Heimild ==
{{Stubbur|saga}}
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Kingdom of Navarre|mánuðurskoðað = 7. október|árskoðað = 2010}}
 
[[Flokkur:Fyrrum ríki á Íberíuskaga]]
[[Flokkur:Saga Baska]]
[[Flokkur:Navarra]]
 
[[an:Reino de Navarra]]