„Prestaskólinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Prestaskólinn''' var [[skóli]] í [[Reykjavík]] sem ætlað var að mennta [[prestur|presta]] til starfa á [[Ísland]]i. Hann var stofnaður í kjölfar þess að [[Bessastaðaskóli]] var lagður niður og [[Lærði skólinn í Reykjavík]] stofnaður [[1846]]. Prestaskólinn var stofnaður ári síðar, eða [[1847]]. Til [[1851]] var Prestaskólinn starfræktur í húsi Lærða skólans í [[Þingholtin|Þingholtunum]]. Námið var tvö ár, einkum ætlað þeim sem ekki áttu þess kost að sækja [[guðfræði]]menntun til [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Fyrsti forstöðumaður skólans var [[Pétur Pétursson (biskup)|Pétur Pétursson]], síðar [[biskup Íslands]]. Við stofnun [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] [[1911]] var Prestaskólinn, ásamt [[Læknaskólinn|Læknaskólanum]] og [[Lagaskólinn|Lagaskólanum]] sameinaður honum og varð að [[guðfræðideild Háskóla Íslands]].
 
==Forstöðumenn Prestaskólans==
* [[Pétur Pétursson (biskup)|Pétur Pétursson]] - [[1847]] - [[1866]]
* Sigurður Melsteð - [[1866]] - [[1885]]
* [[Helgi Hálfdanarson (sálmaskáld)|Helgi Hálfdanarson]] - [[1885]] - [[1894]]
* [[Þórhallur Bjarnason]] - [[1894]] - [[1908]]
* [[Jón Helgason (biskup)|Jón Helgason]] - [[1908]] - [[1911]]
 
==Útskrifaðir guðfræðingar==