„Loðvík 10.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengla.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Snemma árs [[1314]] flæktust þau öll inn í Tour de Nesle-málið svonefnda, þar sem Margrét og Blanka voru sakaðar um að hafa fallið í [[hórdómur|hórdóm]] með tveimur aðalsmönnum og Jóhanna um að hafa vitað af framhjáhaldinu eða jafnvel tekið þátt í því. Margrét og Blanka voru fundnar sekar og varpað í dýflissu en Jóhanna sýknuð. Loðvík reyndi að fá hjónaband sitt ógilt, enda mun það ekki hafa verið hamingjusamt, en það var þó ekki gert.
 
Filippus faðir hans dó sama ár og varð Loðvík þá konungur. Hann var þó ekki krýndur fyrr en [[24. ágúst]] árið eftir. Tíu dögum áður hafði Margrét dáið í dýflissunni og er ekki talið ólíklegt að Loðvík hafi látið myrða hana því að hann gekk að eiga [[Klementía af Ungverjalandi|Klementíu]] af Ungverjalandi fimm dögum síðareftir oglát var hún krýnd með honumMargrétar.
 
Ríkisstjórnartíð Loðvíks var ekki löng og einkenndist af átökum við aðalinn, enda réðist hann í aðgerðir sem ætlað var að auka tekjur krúnunnar. Árið 1315 lýsti hann því yfir að [[bændaánauð]] skyldi ljúka en bændur áttu þó að borga fyrir að losna úr ánauð. Filippus faðir hans hafði rekið [[gyðingar|gyðinga]] úr landi en Loðvík leyfði þeim búsetu í Frakklandi að nýju með ákveðnum skilyrðum. Þeir áttu að bera auðkennisarmbönd og máttu aðeins búa á ákveðnum stöðum. Loðvík átti líka í stríðsátökum í [[Flæmingjaland]]i.