„Þórður kakali Sighvatsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Flokkur.
Lína 5:
Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Átökum var þó ekki lokið. [[Brandur Kolbeinsson]], frændi Kolbeins unga, tók við völdum í Skagafirði og tókust þeir Þórður kakali á í [[Haugsnesbardagi|Haugsnesbardaga]] 1246. Þórður hafði betur en Brandur féll og lauk þar með veldi [[Ásbirningar|Ásbirninga]]. Þar með réði Þórður öllu Norðurlandi.
 
[[Gissur Þorvaldsson]], höfðingi [[Haukdælir|Haukdæla]] og valdamesti maður á [[Suðurland]]i, var annar helsti óvinur Sturlunga en ekki kom þó til átaka á milli þeirra Þórðar, heldur varð það úr að þeir fóru til [[Noregur|Noregs]] og skutu máli sínu til [[Hákon gamli|Hákonar konungs]]. Hann úrskurðaði Þórði í vil og sendi hann til Íslands til að reyna að ná landinu undir veldi Noregs, en kyrrsetti Gissur. Næstu þrjú árin bjó Þórður í Geldingaholti[[Geldingaholt]]i í Skagafirði og var valdamesti maður á Íslandi. Konungi þótti honum þó ganga seint að koma landinu undir krúnuna og var hann kallaður aftur til Noregs 1250, en Gissur sendur heim í staðinn. Þórður var næstu árin í Noregi og líkaði það illa, en konungur leyfði honum ekki að fara heim fyrr en árið 1256. Áður en til heimferðar kæmi varð Þórður þó bráðkvaddur ([[11. október]] 1256). Þórður giftist ekki en átti nokkur börn.
 
Viðurnefnið [[kakali]] er talið geta þýtt einhver sem klakar eða gaggar og gæti bent til þess að Þórður hafi [[stam]]að. Fleiri skýringar eru þó til á viðurnefninu.
Lína 16:
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3302780 ''Þórður kakali - sjö hundruð manns á reið í ófærð á uppgefnum hestum''; 5. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983]
 
[[Flokkur:Sturlungar]]
[[Flokkur:Sturlungaöld]]
{{fd|1210|1256}}