„Ritmál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
m íslenskun
Lína 2:
 
== Saga ritmáls ==
[[Mynd:Ritmal-Cuneiform_tablet_-_Kirkor_Minassian_collection_-_Library_of_Congress.jpg|thumb|left|200 px|Fleygrúnir frá um 2400 BCf. Kr.]]
Upphaf ritmáls er rakið til svæðanna við austarvert Miðjarðarhaf og er elstu ummerki um fullkomið ritmál rakin til [[Súmerar|Súmera]] í [[Mesópótamía|Mesópótamíu]]. Þar hafa fundist leirmunir sem virðast hafa það hlutverk að auðvelda birgðahald. Upphaf ritaðs máls er oft í tengslum við viðskipti og skrásetningu á vörum. Varðveist hafa leirtöflur frá 4. árþúsundi fyrir Krists burð með ritmáli frá Súmerum. Þessar leirtöflur eru kallaðar [[fleygrúnir]] og þær eru elstu ummerki um ritmál. Fleygrúnir voru mótaðar með því að þrýsta tréfleygum í töflur úr votum leir sem síðan voru þurrkaðar í sól eða ofni. Elstu fleygrúnirnar geyma upplýsingar um fjölda kornsekkja og stærð nautgripahjarða í eigu mustera í [[Úrúk]].