„Fylkisstjóri (Bandaríkin)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
[[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]] kveður á um að landið sé bandalag fullvalda ríkja sem deila [[fullveldi]] sínu með alríkinu og að þau völd sem ekki heyra undir ríkisstjórn alríkisins séu í höndum ríkjanna. Þar af leiðandi er ekki litið á ríkin sem [[Hérað|héruð]] eða almennt sem svæði sem heyri undir stjórn alríkisins. Hvert ríki hefur sín eigin [[lög]] ásamt því að hafa sína eigin ríkisstjórn.
 
Ríkisstjóri er hæstráðandi í hverju af þeim [[Fylki Bandaríkjanna|50 ríkjum]] Bandaríkjanna og öðlast hann stöðu sína með [[bein kosning|beinni kosningu]]. Misjafnt er hversu mikil völd ríkisstjórar hafa en að öllu jöfnu hafa þeir talsverttalsverð valdvöld hvað varðar [[ríkisfjárlög]], skipunarvald yfir hinum ýmsu embættismönnum (þar á meðal mörgum dómurum) og einnig getur hann haft töluverð áhrif á lagasetningu. Þrátt fyrir mikil völd getur [[löggjafarvald]] sama ríkis, og í einhverjum tilfellum aðrir kjörnir handhafar [[framkvæmdavald|framkvæmdavalds]], temprað umrædd völd að einhverju leyti. Ríkisstjórinn getur einnig gegnt fleiri embættum, svo sem eins og æðsti yfirmaður varaherliðs ríkisins þegar það heyrir ekki beint undir alríkisvaldið ''(e. federalized)'' og í mörgum ríkjum og yfirráðasvæðum hefur ríkisstjórinn að nokkru eða öllu leyti vald til að milda eða veita sakaruppgjöf er varðar sektardóma í sakamálum.
 
== Kjör ==