„Fylkisstjóri (Bandaríkin)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lebbikex (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lebbikex (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Hlutverk og valdsvið ==
[[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]] kveður á um að landið sé bandalag fullvalda ríkja sem deila [[fullveldi]] sínu með alríkinu og að þau völd sem ekki heyra undir ríkisstjórn alríkisins séu í höndum ríkjanna. Þar af leiðandi er ekki litið á ríkin sem [[Hérað|héröð]] eða almennt sem svæði sem heyri undir stjórn alríkisins. Ríkisstjórar Bandaríkjanna eru tiltölulega valdamiklir. Hvert ríki hefur sín eigin lög ásamt því að hafa sína eigin ríkisstjórn.
 
Hæstráðandi í hverju af þeim [[Fylki Bandaríkjanna|50 ríkjum]] Bandaríkjanna er ríkisstjórinn sem öðlast stöðu sína með [[bein kosning|beinni kosningu]]. Það er þó misjafnt hversu mikil völd ríkisstjórar hafa en að öllu jöfnu hafa þeir talsvert vald hvað varðar [[ríkisfjárlög]], skipunarvald yfir hinum ýmsu embættismönnum (þar á meðal mörgum dómurum) og einnig getur hann haft töluverð áhrif á lagasetningu. Ríkisstjórinn getur einnig gegnt fleiri embættum, svo sem eins og æðsti yfirmaður varaherliðs ríkisins þegar það heyrir ekki beint undir alríkisvaldið ''(e. federalized)'' og í mörgum ríkjum og yfirráðasvæðum hefur ríkisstjórinn að nokkru eða öllu leyti vald til að milda eða veita sakaruppgjöf er varðar sektardóma í sakamálum. Allir ríkisstjórar sitja í fjögur ár nema þeir sem sitja í [[New Hampshire]] og [[Vermont]] en þeir sitja einungis í tvö ár<ref>Katz, R. S. (2007). ''Political institutions in the United States.'' Bls 136-138. New York: Oxford university press.</ref>.