Munur á milli breytinga „Öldungadeild Bandaríkjaþings“

ekkert breytingarágrip
m (-kafli Öldungadeild Bandaríkjaþings)
Í öldungadeildinni eru starfandi 20 starfsnefndir, 68 undirnefndir og 4 samstarfsnefndir. Þá eru sérstakar nefndir sem ætlað er fara í gegnum umsóknir til forsetaframboðs, sem og sérstakar nefndir sem sjá um að rannsaka ásakanir um misferli. Starfsnefndir hafa almennt umboð til löggjafarvalds á sínu sviði, en undirnefndirnar sjá um sérstök málasvið fyrir starfsnefndirnar. Það er svo hlutverk samstarfsnefnda að hafa yfirumsjón og sjá um daglegan rekstur. Formenn og meirihluti nefndarmanna í öllum nefndum eru fulltrúar þess þingflokks sem hefur meirihluta hverju sinni. Þúsundum frumvarpa og samþykkta er vísað til nefnda á hverju tveggja ára þingi. Einungis hluti þeirra er tekinn til skoðunar og settur á dagskrá öldungadeildarinnar, þau frumvörp sem fá ekki umfjöllun í nefndunum eru sjaldnast tekin til frekari skoðunar af þinginu.
=== Sérstök völd þingsins ===
Öldungadeildin þarf að samþykkja eða hafna öllum alþjóðasamningum sem framkvæmdavaldið hefur gert. Ennfremur er það hlutverk öldungadeildarinnar að staðfesta skipanir ráðherra, dómara og hershöfðingja. Ef embættismenn eru ákærðir fyrir brot í starfi ([[enska]]: ''impeachment''), gegnir öldungadeildin hlutverki dómstóls. Öldungadeildin getur ekki stofnað til löggjafar hvað varðar skattheimtu, þar sem fulltrúadeildin fer ein með það vald. Þó getur öldungadeildin gert breytingar á skattafrumvörpum sem koma frá fulltrúadeildinni. Það hefur heldur ekki tíðkast að öldungadeildin leggi fram frumvörp um útgjöld alríkisfjár, það hefur að vísu komið fyrir, en þar sem fulltrúadeildin lítur svo á að það sé ekki málaflokkur öldungadeildarinnar, hefur hún ekki tekið slík frumvörp til umræðu. Þá hefur öldungadeildin ákveðnu eftirlitshlutverki að gegna með framkvæmdavaldinu.
=== Hæfniskröfur öldungadeildaþingmanna ===
Til þess að geta boðið sig fram til öldungadeildarinnar, þarf viðkomandi að hafa náð 38 ára aldri. Þurfa fulltrúar að hafa verið bandarískir ríkisborgarar í að lágmarki 9 ár. Ennfremur þurfa fulltrúar að vera með lögheimili í þeim ríkjum sem þeir bjóða sig fram fyrir.
12

breytingar