„Loðvík 6. Frakkakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Loðvík 6.''' ([[1. desember]] [[1081]] – [[1. ágúst]] [[1137]]), kallaður '''Loðvík digri''' (franska: ''Louis le Gros'') var konungur [[Frakkland]]s frá [[1108]] til dauðadags, eða í 29 ár.
 
Loðvík var sonur [[Filippus 1. Frakkakonungur|Filippusar 1.]] og fyrri konu hans, [[Berta af Hollandi|Bertu af Hollandi]], en þegar hann var um tíu ára aldur skildi faðir hans við móður hans og tók sér nýja konu, [[Bertrade de Montfort]]. Helsti ráðgjafi hans frá unga aldri var [[Suger ábóti]] af St. Denis, sem skráði sögu Loðvíks og varð síðan helsti ráðgjafi [[Loðvík 7. Frakkakonungur|Loðvíks 7.]] sonar hans.
 
Mestalla ríkisstjóratíð sína þurfti Loðvík eins og faðir hans að berjast við stöðugar uppreisnir ódælla lénsherra. Þó tókst honum að styrkja konungsvaldið svo um munaði og varð hann einn sterkasti konungur Frakklands eftir að [[Karlungaríkið]] leið undir lok. Hann barðist meðal annars við [[Róbert stuttsokkur|Róbert stuttsokk]], hertoga af [[Normandí]], son [[Vilhjálmur 1. Englandskonungur|Vilhjálms sigursæla]].