„Sumarólympíuleikarnir 1912“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
 
{{col-end}}
 
== Einstakir afreksmenn ==
 
[[Mynd:1912_Stockholm_Football_Final.jpg|thumb|left|Frá úrslitaleik Dana og Breta í knattspyrnukeppni leikanna, sem lauk með sigri þeirra síðarnefndu.]] [[Mynd:Jim_Thorpe_olympic.png|thumb|right|Jim Thorpe á Ólympíuleikunum 1912.]] [[Bandaríkin|Bandaríkjamaðurinn]] Jim Thorpe (réttu nafni Jacobus Fransiscus Thorpe) sigraði í fimmþraut og [[tugþraut]], sem keppt var í í fyrsta sinn. Thorpe, sem var hálfur [[indíánar|indíáni]], þótti geysifjölhæfur íþróttamaður og keppti m.a. í [[hafnarbolti|hafnarbolta]], [[körfuknattleikur|körfuknattleik]] og [[amerískur fótbolti|ruðningi]] á löngum ferli. Hann var eftirlæti áhorfenda meðan á Ólympíuleikunum stóð, en að þeim loknum var hann sviptur verðlaunum fyrir brot á áhugamannareglum. Alþjóðaólympíunefndin sneri þeirri ákvörðun við mörgum áratugum síðar.
 
Matt McGrath frá [[New York]] sigraði auðveldlega í [[sleggjukast|sleggjukasti]]. Hið stysta af sex köstum hans var lengra en lengstu köst næstu manna. Ólympíumet hans á leikunum var ekki slegið fyrr en í [[Sumarólympíuleikarnir 1936|Berlín 1936]].
 
[[Finnland|Finninn]] Hannes Kolehmainen vann til þriggja verðlauna í [[hlaup|hlaupakeppninni]]: í 5.000 metra hlaupi, 10.000 metra hlaupi og víðavangshlaupi. Hann varð þar með fyrstur í röð finnskra hlaupagarpa sem einokuðu nánast langhlaupin á næstu árum.
 
[[Suður-Afríka|Suður-Afríkubúinn]] Kenneth McArthur varð hlutskarpastur í [[Maraþonhlaup|Maraþonhlaupinu]]. Það varpaði skugga á hlaupið að [[Portúgal|portúgalskur]] keppandi lést í miðri keppni að völdum [[hjartaáfall|hjartaáfalls]]. Var það fyrsti íþróttamaðurinn til að deyja á Ólympíuleikum.
 
Konur tóku í fyrsta sinn þátt í [[sund (hreyfing)|sundkeppni]] leikanna. Fanny Durack sem keppti undir merkjum [[Ástralasía|Ástralasíu]] sigraði í einstaklingskeppninni. Hún var öflugasta sundkona heims á seinni hluta annars áratugarins og handhafi flestra heimsmeta.
 
Keppt var [[nútímafimmtarþraut]] í fyrsta skipti, en greinin var hugarfóstur [[Pierre de Coubertin]] leiðtoga Ólympíuhreyfingarinnar. [[Svíþjóð|Svíar]] höfðu mikla yfirburði og röðuðu sér í átta af tíu efstu sætunum. Um miðjan hóp keppenda lenti Bandaríkjamaðurinn [[George S. Patton]], sem síðar varð einn kunnasti herstjórnandi tuttugustu aldar.
 
== Verðlaunaskipting eftir löndum ==