„Fornfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Lína 17:
 
=== Fornaldarheimspeki ===
CLASSIC
[[Mynd:Sanzio 01 Plato Aristotle.jpg|thumb|left|110px|Platon og Aristóteles.]]
{{aðalgrein|Fornaldarheimspeki (fræðigrein)}}
Rætur [[Vestræn heimspeki|vestrænnar heimspeki]] eru í [[Grísk heimspeki|forngrískri heimspeki]]. Sú heimspekihefð sem hófst með [[Þales]]i frá [[Míletos]] í upphafi [[6. öld f.Kr.|6. aldar f.Kr.]] á sér órofa sögu í gegnum [[miðaldir]] til vorra daga. Heimspekingar á borð við [[Sókrates]], [[Platon]] og [[Aristóteles]] og jafnvel stefnur á borð við [[stóuspeki]], [[Epikúrismi|epikúrisma]] og [[Efahyggja|efahyggju]] höfðu gríðarleg áhrif á hugsuði [[Miðaldaheimspeki|miðalda]], [[Heimspeki endurreisnartímans|endurreisnartímans]] og [[Nýaldarheimspeki|nýaldar]] og gera enn nú á tímum. Þeir hafa að mörgu leyti mótað spurningarnar sem spurðar eru innan vestrænnar heimspeki og orðræðuna um þær.<ref>Geir Þ. Þórarinsson, „[http://visindavefur.hi.is/?id=6003 Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?]“. [[Vísindavefurinn]] 8.6.2006. (Skoðað 3.2.2007)</ref>
 
Sem fræðigrein er fornaldarheimspeki sameiginlegt sérsvið innan fornfræði og [[heimspeki]]. Hún fjallar um [[Fornaldarheimspeki|heimspeki fornaldar]], einkum [[Grísk heimspeki|gríska]] og [[Rómversk heimspeki|rómverska]] heimspeki og arfleifð hennar í nútímaheimspeki og hugmyndasögu. Þeir sem fást við heimspeki fornaldar nálgast viðfangsefnið bæði frá sjónarhóli og með aðferðum fornfræðinnar og heimspekinnar. Fyrsta verk fornfræðingsins eða heimspekisagnfræðingsins er að leggja mat á textann sem er varðveittur, hvernig rétt útgáfa textans lítur út og hvað hann merki í sögulegu samhengi. Næst er að leggja mat á þær hugmyndir og þau rök sem heimspekingar fornaldar héldu fram og hvaða máli þau skipta í nútímanum. Þannig fást fræðimenn við fornaldarheimspeki með aðferðum textafræðinnar en fjalla jafnframt um heimspekina sem heimspeki og leggja gagnrýnið mat á hana sem slíka.
 
=== Fornaldarsaga ===