„Jökulá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jökulá''' er samheiti yfir þær [[á (landform)|ár]] sem eiga aðalupptök sín í [[Jökull|jökli]]. Í jökulám rennur s.k. ''Jökulvatn'', þ.e. leysingavatn [[jökull|jökuls]], sem jafnan er gruggugt vegna ýmissa uppleystra efna og árnar því mórauðar eða gráleitar á lit. Fínasta gruggið sest ekki á botninn þó að vatnið standi lengi, eins og sjá má í [[Lagarfljót]]i. Þegar jökulvatn kemur í [[sjór|sjó]] falla agnirnar þó smám saman til botns. Í straumhörðum [[jökulá]]mjökulám getur verið mikill [[aurburður]], sem skiptist í [[svifaur]] og [[botnskrið]].
 
[[Rennsli]] í jökulám er mjög háð [[hiti|lofthita]]. Í kuldatíð er lítil leysing í jöklum og lítið vatn í þeim ám sem undan þeim renna. Þegar hlýtt er í veðri er mikil leysing í jöklum og mikið vatn í jökulám. Miklar rennslissveiflur eru í jökulám, bæði dægursveiflur og árstíðasveiflur. Flestar jökulár eru meira eða minna blandaðar af [[bergvatnsá]]m, sem sameinast þeim á leiðinni til sjávar.