„Þingeyraklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Innri tengli breytt.
Lína 21:
* Bjarni hét næsti ábóti. Hann var vígður [[1280]] og dó [[1299]].
* Höskuldur ábóti var vígður árið [[1300]] en dó [[manndauðavorið]] svokallaða, [[1309]].
* Guðmundur, sem þá varð ábóti, var systursonur Höskuldar. Hann var bæði mikill fjáraflamaður fyrir klaustrið og einnig fræðimaður og lagði kapp á að mennta sjálfan sig og munka sína sem best, fékk meðal annars [[Lárentíus Kálfsson]] prest og síðar biskup til að kenna við klaustrið. Árið 1318 vígði Guðmundur ábóti svo til munklífis þá Lárentíus, [[Árni Lárentíusson|Árna]] son hans og [[Bergur Sokkason|Berg Sokkason]], sem seinna varð ábóti á [[Munkaþverárklaustur | Munkaþverá]], og voru þeir allir miklir fræðimenn. Guðmundur átti í deilum við [[Auðunn rauði|Auðunn rauða]] Hólabiskup út af fjármálum klaustursins. Fór hann utan 1318 til að fylgja eftir máli sínu, sem hann hafði skotið til erkibiskups. Björn Þorsteinsson veitti klaustrinu forstöðu á meðan. Guðmundur kom aftur [[1320]] en árið eftir dó Auðunn biskup í Noregi og var Lárentínus þá kjörinn biskup. Málarekstur hélt þó áfram í mörg ár og náðust ekki sættir fyrr en 1329. Guðmundur gaf frá sér ábótaembættið 1338, varð munkur á Munkaþverá en dó næsta ár.
* Björn Þorsteinsson, sem leysti Guðmund af í utanferðinni, varð ábóti 1340 og dó árið eftir. Hann hafði verið ábóti á Munkaþverá frá 1334. Þorgeir príor stýrði klaustrinu eftir lát hans til 1344.
* Eiríkur bolli kallaðist prestur sá sem varð ábóti á Þingeyrum [[1344]] en [[Ormur Ásláksson]] biskup setti hann af ári síðar og setti í staðinn Stefán ábóta á [[Munkaþverárklaustur|Munkaþverá]].