„Watergate-hneykslið“: Munur á milli breytinga

[[Watergate-hneykslið]] var pólitískt hneykslismál sem kom upp á áttunda áratug 20. aldar í Bandaríkjunum. Upphaf málsins var það að upp komst um innbrot í höfuðstöðvar demókrataflokksins, Watergate-skrifstofubygginguna í Washington, sem leiddi til þess að repúblikaninn [[Richard Nixon]], þáverandi forseti Bandaríkjanna, neyddist til að segja af sér og varð þar með fyrsti og eini forsetinn í sögu [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] til að gera það. Hneykslið leiddi einnig til þess að nokkrir af opinberum starfsmönnum Nixon voru ákærðir.
 
== AðdragandiSaga málsins ==
Upphaf málsins var það að fimm menn voru handteknir fyrir að brjótast inn í höfuðstöðvar [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]] [[17. júní]], [[1972]]. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum komst að því að innbrotsþjófarnir höfðu fengið greitt úr mútusjóð sem notaður hafði verið af fjáröflunarsamtökum stjórnar forseta Bandaríkjanna, [[Richard Nixon]]. Eftir að frekar sannanir leiddu í ljós að starfsfólk forsetans var viðriðið innbrotið fóru spjótin fljótlega að beinast gegn forsetanum sjálfum. Hljóðupptökur af skrifstofu forsetans sýndu síðan fram á að forsetinn hafði reynt að hylma yfir innbrotið.
 
99

breytingar