„Watergate-hneykslið“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Watergate-málið eða [[Watergate-hneykslið]] var pólitískt hneykslismál sem kom upp á áttunda áratug 20. aldar í Bandaríkjunum. Var það innbrot í höfuðstöðvar demókrataflokksins, Watergate-bygginguna í Washington, sem leiddi til þess að repúblikaninn [[Richard Nixon]], þáverandi forseti Bandaríkjanna, neyddist til að segja af sér og varð þar með fyrsti og eini forsetinn í sögu [http://is.wikipedia.org/wiki/Bandar%C3%ADkin Bandaríkjanna] til að gera það. Hneykslið leiddi einnig til þess að nokkrir af opinberum starfsmönnum Nixon voru ákærðir.
 
Upphaf málsins var það að fimm menn voru handteknir fyrir að brjótast inn í höfuðstöðvar [hhttphttp://is.wikipedia.org/wiki/Dem%C3%B3krataflokkurinn demókrataflokksins] [[17. júní]], [[1972]]. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum tengdi borgun sem innbrotsþjófarnir höfðu fengið við mútusjóð (e. [http://en.wikipedia.org/wiki/Slush_fund slush fund]) sem notaður hafði verið af fjáröflunarsamtökum stjórnar forseta Bandaríkjanna, [[Richard Nixon]]. Eftir að frekar sannanir leiddu í ljós að starfsfólk forsetans var viðriðið innbrotið fóru spjótin fljótlega að beinast gegn forsetanum sjálfum. Hljóðupptökur af skrifstofu forsetans sýndu fram á að forsetinn hafði reynt að hylma yfir innbrotið.
 
Nixon ætlaði í fyrstu ekki að segja af sér og neitaði raunar alla tíð sök en eftir að lykilmenn [http://is.wikipedia.org/wiki/Rep%C3%BAblikanaflokkurinn repúblikanaflokksins] í öldungardeild þingsins upplýstu hann um að næsta víst væri að hann yrði ákærður í neðri deild þingsins og miklar líkur væru á sakfellingu í öldungardeild þingsins ákvað hann að segja af sér. Þann [[9. ágúst]] [[1974]] varð Richard Nixon því fyrstur bandarískra forseta og sá eini til þess að segja af sér. Eftirmaður Nixon, [[Gerald Ford]], veitti honum síðar sakaruppgjöf en líklega hafði loforð Ford um að gera það áhrif á ákvörðun Nixon um að segja af sér.
 
Þrátt fyrir mikil áhrif Watergate-hneykslisins tókst aldrei að staðfesta hverju þjófarnir voru á höttunum eftir en líklegt er talið að ætlunin hafi verið að brjótast inn á skrifstofu [[Larry O‘Brien]], formanns Demókrataflokksins. Ein kenningin er sú að Nixon hafi fengið upplýsingar um að á skrifstofu O‘Brien væru viðkvæm skjöl sem gætu haft úrslitaáhrif á niðurstöðu væntanlegra kosninga, Nixon í óhag. Skjöl þessi áttu að innihalda upplýsingar um ólögleg viðskipti á milli Richard Nixon og [[Howard Hughes]], athafnamanns, sem aldrei höfðu komið fram. Í kosningabaráttu Nixon til forseta árið 1960 hafði komist upp um hneyksli sem tengdist [[Donald Nixon]], bróður Richard Nixon og Howard Hughes. Hughes hafði lánað Donald Nixon peninga sem Donald Nixon endurgreiddi ekki. Hneyksli þetta hafði neikvæð áhrif á kosningabaráttu Richard Nixon og hann kærði sig ekki um annað hneyksli er varðaði þessar tvær fjölskyldur og sá sig því knúin til að koma höndum yfir þessi skjöl.
24

breytingar