„Ingibjörg Magnúsdóttir af Svíþjóð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Ingibjörg var dóttir [[Magnús hlöðulás|Magnúsar hlöðuláss]] Svíakonungs og konu hans, [[Helveg af Slésvík]]. Gengið var frá trúlofun hennar og [[Eiríkur menved|Eiríks menveds]] Danakonungs árið [[1288]], þegar hún var ellefu ára og hann fjórtán, en þau giftust ekki fyrr en [[1296]] í [[Helsingjaborg]]. Þau voru of skyld til að mega giftast og fengu undanþágu hjá páfa en þó raunar ekki fyrr en eftir brúðkaupip. Tveimur árum seinna giftist [[Birgir Magnússon|Birgir]] Svíakonungur, bróðir Ingibjargar, [[Marta af Danmörku|Mörtu]] systur Eiríks. Eiríkur og Birgir voru bandamenn og þegar Birgir og Marta urðu landflótta 1318 leituðu þau hælis í Danmörku.
 
Ingibjörgu er svo lýst að hún hafi verið fögur og blíðlynd og vinsæl afhjá þegnunum. Ekkien ekki er talið að hún hafi haft nein afskipti af stjórn ríkisins. Ekki er hægt að segja að hún hafi búið við barnalán; hún eignaðist átta syni og missti sex sinnum fóstur eða ól andvana börn. Allir synir hennar dóu í vöggu. Þó segir þjóðsagan að árið 1318 hafi Ingibjörg drottning alið son sem virtist ætla að lifa. Þegar hann var fjórtán vikna vildi hún sýna þegnunum að hún hefði eignast langþráð lifandi barn, fór með hann í ökuferð í vagni sínum og lyfti honum að sögn upp til að hann sæist betur en missti takið á honum svo að hann féll í götuna, hálsbrotnaði og dó. Aðrar heimildir segja þó að hann hafi einfaldlega fallið úr vagninum.
 
Ingibjörg gekk þá í klaustur í [[Hróarskelda|Hróarskeldu]] og dó þar ári síðar. Sumir segja að Eiríkur konungur hafi reiðst henni svo þegar sonurinn dó að hann hafi sent hana í klaustrið en önnur sögn segir að hún hafi verið harmi slegin bæði vegna barnamissisins og vegna bræðra sinna, hertoganna [[Eiríkur Magnússon hertogi|Eiríks]] og [[Valdimar Magnússon hertogi|Valdimars]], sem Birgir konungur bróðir þeirra hafði svelt í hel eða látið drepa. Hvað sem því líður dó Ingibjörg vorið eða sumarið 1319. Eiríkur konungur dó svo í nóvember sama ár.