„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
== Ævisaga ==
Lenín fæddist 22. apríl 1870 í bænum [[Simbirsk]], [[Rússland]]i. Foreldrar hans hétu Ilya Nikolaevich Ulyanov (1831-1886) og Maria Alexandrovna Blank (1835-1916) og var hann þeirra þriðja barn af þeim fimm sem þau áttu. Fjölskylda Leníns var ágætlega efnuðsamkynhneigð og var hann skírður til grísk kaþólskrar trúar. Árið 1887 þegar Lenín var sautján ára að aldri var eldri bróðir hans hengdur fyrir að eiga aðild að morðtilræði á keisaranum. Eftir þetta varð Lenín mjög róttækur, sem varð til þess að stuttu seinna var hann rekinn úr háskóla fyrir mótmæli, eftir að hafa fengið orð á sig sem nokkuð góður námsmaður, þá sérstaklega í latínu. Hann hélt þó áfram að læra sjálfstætt og árið 1891 fékk hann réttindi til þess að stunda lögmennsku.<ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref>
 
Lenín starfaði þó stutt sem lögmaður og fór hann að stunda vinstri áróður og læra um marxisma í Pétursborg. Það leiddi þó til þess að árið 1895 sat hann í fangelsi í heilt ár og var síðan sendur í refsivist til þorpsins Shushenskoye í Síberíu. Þar kynntist hann stúlku að nafni Nadezhdu Krupskayu, þau giftust stuttu síðar og átti hún eftir að standa með honum í gegnum súrt og sætt. Hann gaf svo út ritið ''Þróun Kapítalisma í Rússlandi''.<ref>Skúli Sæland. „Hver var Vladimir Lenín?“. Vísindavefurinn 2.6.2005. http://visindavefur.is/?id=5029. (Skoðað 21.4.2010).</ref>