„Olíumálning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Olíumálning''' er eins og nafnið gefur til kynna [[málning]] sem innheldur [[Olía|olíu]] sem [[bindiefni]] og er mikið notuð af [[myndlist]]armönnum og [[Húsamálun|húsamálurum]]. Myndlistarmenn búa sumir hverjir til sína eigin olíumálningu með því að blanda [[litaduft]]i saman við [[línolía|línolíu]] (úr [[hör]]fræjum]]), [[Valhnetuolía|valhnetuolíu]] eða [[Valmúaolía|valmúaolíu]]. Línolía er langalgengust, ýmist hrein, soðin eða í formi [[fernisolía|fernisolíu]]. Yfirleitt er blandað í hana [[efnahvati|efnahvötum]] til að flýta fyrir þornun. Talið er að olíumálning hafi verið fundin upp á [[12. öld]], en yfirleitt er talað um að hún líti dagsins ljós á [[Endurreisnin|endurreisnartímann]] og að sá fyrsti til að nota hana hafi verið hinn flæmski listmálari [[Jan van Eyck]].
 
Í almennu tali er orðið „olíumálning“ oft notað um [[alkýð]]málningu sem er algeng í húsamálun og hegðar sér á svipaðan hátt og línolíumálning; leysist til dæmis upp með [[terpentína|terpentínu]]. Alkýð er þó ekki olía heldur [[fjölliða]] sem inniheldur [[fitusýra|fitusýru]]hluta.