„Haraldur gilli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: hu:IV. Magnus norvég király
Navaro (spjall | framlög)
m Tengill.
Lína 8:
Skömmu síðar gaf sig fram maður sem nefndur var [[Sigurður slembidjákn]] og kvaðst einnig vera launsonur Magnúsar berfætts. Haraldur neitaði að viðurkenna hann. Nokkru síðar gerði Sigurður aðför að Haraldi konungi þar sem hann gisti hjá frillu sinni, Þóru Guttormsdóttur, og drap hann. Sigurður lýsti svo morðinu á hendur sér og vildi láta taka sig til konungs en var dæmdur útlægur og varð að flýja frá [[Björgvin]]. Þess í stað voru barnungir synir Haraldar, [[Sigurður munnur]] og [[Ingi krypplingur|Ingi]], kjörnir konungar og börðust menn þeirra við menn Sigurðar slembidjákns og Magnúsar blinda 1139. Þar var Magnús drepinn og Sigurður handtekinn og síðan píndur til bana.
 
Haraldur kvæntist [[Ingiríður Rögnvaldsdóttir|Ingiríði]], dóttur [[Rögnvaldur stutthöfði|Rögnvaldar stutthöfða]] Svíakonungs, og áttu þau soninn [[Ingi krypplingur|Inga]] sem síðar var kallaður krypplingur. Hann átti einnig fjölda frillubarna; Sigurður munnur og [[Eysteinn Haraldsson (konungur)|Eysteinn]] urðu konungar og Magnús sonur Haraldar fékk einnig konungsnafnbót [[1142]], þá sjö ára að aldri, en dó þremur árum síðar og er ekki talinn með í norsku konungaröðinni.
 
== Heimildir ==