Munur á milli breytinga „Svavar Gestsson“

ekkert breytingarágrip
'''Svavar Gestsson''' (f. [[26. júní]] [[1944]]) er [[Ísland|íslenskur]] stjórnmálamaður, fyrrum [[ráðherra]] og núverandi [[sendiherra]] Íslands í [[Danmörk]]u og Svíþjóð.
 
Svavar varð ritstjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum 1968 og ritstjóri Þjóðviljans frá 1971. Hann var fyrst kosinn á [[Alþingi]] fyrir [[Alþýðubandalagið]] í [[Reykjavíkurkjördæmi]] árið [[1978]] og sat síðar sem þingmaður Alþýðubandalagsins til 1999; var þingmaður Samfylkingarinnar síðustu daga þingsetu sinnar er þingflokkar Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans sameinuðust. 1999 var hann skipaður sendiherra og varð fyrst aðalræðismaður Íslands í [[Winnipeg]] í [[Kanada]]. Hann varvarð síðan sendiherra í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] [[2001]]-[[2005]] og sendiherra í Danmörku [[2005]]-[[2009]].
 
Svavar var [[viðskiptaráðherra]] í [[önnur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar|annarri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar]] [[1978]] til [[1979]], [[heilbrigðisráðherra]] og félagsmálaráðherra í [[ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen]] [[1980]] til [[1983]] og [[menntamálaráðherra]] í [[önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar|annarri]] og [[þriðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar|þriðju ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar]] [[1988]] til [[1991]].
 
Svavar Gestsson sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1968 - 1999, var í ristjórn tímaritsins Réttar um langt árabil. Hsnn hefur skrifað fjölda blaða- og tímaritsgreina. 1995 kom út eftir hann bókin Sjónarrönd, um jafnaðarstefnu.
{{Stubbur|æviágrip}}
 
Óskráður notandi