Munur á milli breytinga „Friðarey“

m
robot Breyti: ru:Фэйр-Айл; kosmetiske ændringer
m (robot Bæti við: ru:Фэйр Айл)
m (robot Breyti: ru:Фэйр-Айл; kosmetiske ændringer)
[[myndMynd:FairisleJumperGreen.jpg|thumb|Hefðbundin prjónapeysa að hætti Fagureyinga.]]
'''Friðarey''', '''Fjárey''' eða '''Frjóey''' (''Fair Isle'' á ensku) (-1,53°AL, 59,53°NB) er lítil eyja undan [[Skotland]]i. Hún tilheyrir [[Norðureyjar|Norðureyjum]], liggur miðja vegu milli [[Orkneyjar|Orkneyja]] og [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyja]] og er talin stjórnsýslulega með hinum síðarnefndu. Eyjan er 4,8 km að lengd og 2,4 km að breidd, alls 5,61 km² að flatarmáli. Hæsti punktur eyjarinnar heitir Varðhæð (Ward Hill) og er 217 metrar á hæð, en háir [[klettur|klettar]] girða vesturströndina. Norðurhluti hennar er grýttur og [[Mýri|mýrlendur]], svo að flestir hinna 69 íbúa (skv. [[manntal]]i frá [[2001]]) búa á suðurhelmingnum. Íbúunum hefur fækkað til muna, en þeir voru nálægt 400 um aldamótin [[1900]]. Á eyjunni er [[skóli]], en hvorki [[krá]]r né [[Veitingastaður|veitingastaðir]].
 
Á Varðhæð var byggð [[ratsjá]]rstöð á árum [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]], og sjást ennþá rústir hennar. Einnig eru sýnilegar leifarnar af Heinkel He 111 [[flugvél]] sem brotlenti þar. Árið [[1970]] fannst flakið af ''El Gran Grifón'', flaggskipi [[Flotinn ósigrandi|Flotans ósigrandi]] sem [[Spánn|Spánverjar]] misstu þar árið [[1588]].
 
== Samgöngur ==
Í [[Lerwick]] á Hjaltlandseyjum er [[flugvöllur]] sem þjónar flugsamgöngum til Friðareyjar, en Loganair flýgur þangað tvisvar í viku frá [[maí]] til [[október]]. Ferjan „Good Shepherd IV“ („Góði hirðirinn IV“) siglir milli ennfremur Fagureyjar og [[Grútnes]]s.
 
== Tenglar ==
* [http://www.fairisle.org.uk/ Heimasíða Friðareyjar]
* [http://www.fairislebirdobs.co.uk/ Heimasíða fuglaskoðunarstöðvar Friðareyjar]
[[no:Fair Isle]]
[[pt:Ilha de Fair]]
[[ru:Фэйр -Айл]]
[[sv:Fair Isle]]
58.128

breytingar