„Loftur Guttormsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Loftur Guttormsson ríki''' (d. [[1432]]) var íslenskur höfðingi, [[sýslumaður]], [[hirðstjóri]] og [[riddari]] á [[15. öld]].
 
Loftur var af ætt [[Skarðverjar|Skarðverja]], sonur [[Guttormur Ormsson|Guttorms Ormssonar]] í Þykkvaskógi í [[Miðdalir|Miðdölum]], sonar [[Ormur Snorrason|Orms Snorrasonar]] á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði]], og konu hans Soffíu, dóttur Eiríks auðga Magnússonar á [[Svalbarð á Svalbarðsströnd|Svalbarði]] og [[Möðruvellir (Eyjafjarðarsveit)|Möðruvöllum]] í Eyjafirði. Loftur átti eldri bróður, Jón, sem bjó í [[Hvammur í Dölum|Hvammi]] í Hvammssveit og var fyrri maður [[Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir|Vatnsfjarðar-Kristínar]] Björnsdóttur. Jón dó [[1403]] í [[Svarti dauði á Íslandi|SvartadauðaSvarta dauða]] og áttu þau Kristín ekki börn sem upp komust.
 
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Loftur er fæddur en faðir hans var veginn í [[Snóksdalur|Snóksdal]] [[26. maí]] [[1381]]. Talið er að hann hafi verið í útlöndum laust eftir aldamótin 1400, þegar Svartidauði gekk um Ísland, en árið [[1406]] var hann kominn til Íslands. Árið [[1414]] virðist hann hafa verið við hirð [[Eiríkur af Pommern|Eiríks konungs]] af [[Pommern]] og er sagður hafa fengið [[riddari|riddaratign]]. Hann hafði höggorm í [[skjaldarmerki]] sínu. Hann varð hirðstjóri norðan og vestan [[1427]] og hafði það embætti til dauðadags 1432. Loftur virðist hafa verið vinsæll og friðsamur og notið virðingar. Hann mun hafa verið í vinfengi við [[Jón Vilhjálmsson Craxton]] Hólabiskup og var ráðsmaður [[Hólar í Hjaltadal|Hólastóls]] 1430-1431.
 
Loftur var einn af auðugustu Íslendingum á sinni tíð, er talinn hafa auðgast mjög á sjávarútvegi og [[skreið]]arútflutningi en erfði líka stórfé, m.a. eftir ættmenni sín sem dóu í [[Svarti dauði á Íslandi|SvartadauðaSvarta dauða]]. Hann átti fjöldamargar jarðir og hafði mörg bú en mest dvaldi hann á Möðruvöllum í Eyjafirði, að minnsta kosti síðari hluta ævinnar. Sagt er að hann hafi haldið sig ríkmannlega og riðið með átján til tuttugu sveina á milli stórbúa sinna. Þegar hann lést var auður hans svo mikill að skilgetnir synir hans tveir fengu hvor um sig í arf 11 1/2 hundrað hundraða í fasteignum auk annarra eigna, dæturnar helming á við synina og svo gaf hann fjórum óskilgetnum sonum sínum 9 hundruð hundraða.
 
Fylgikona Lofts var Kristín Oddsdóttir, dóttir [[Oddur Þórðarson leppur|Odds lepps Þórðarsonar]] lögmanns. Loftur virðist hafa unnað henni mikið og til hennar orti hann ástarkvæði, ''Háttalykil'', en hann var skáld gott þótt fátt sé varðveitt af kveðskap hans. Þar segir meðal annars: ''Meinendur eru mundar / mínir vinir og þínir'', sem líklega þýðir að ættingjar þeirra hafi komið í veg fyrir að þau giftust en ekki er vitað hvers vegna; sennilega hafa þau verið of skyld en ekki vitað hvernig þeim skyldleika var háttað. Synir þeirra voru [[Ormur Loftsson]] hirðstjóri norðan og vestan, [[Skúli Ormsson|Skúli]] í [[Garpsdalur|Garpsdal]] og [[Sumarliði Ormsson|Sumarliði]] á [[Vatnshorn í Haukadal|Vatnshorni]]. Loftur átti líka soninn [[Ólafur Ormsson|Ólaf]], sem bjó á [[Helgastaðir (Reykjadal)|Helgastöðum]] í [[Reykjadalur|Reykjadal]] og í [[Reykjahlíð]] við [[Mývatn]], en ekki er vitað hver móðir hans var.
 
Kona Lofts var Ingibjörg, dóttir [[Þorvarður Pálsson|Þorvarðar Pálssonar]] sýslumanns á [[Eiðar|Eiðum]], og dó hún sama ár og Loftur. Börn þeirra voru [[Ólöf Loftsdóttir|Ólöf ríka]], [[Þorvarður Loftsson|Þorvarður ríki]] á Möðruvöllum, [[Eiríkur Loftsson slógnefur|Eiríkur slógnefur]] á [[Auðbrekka|Auðbrekku]] og [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]] í Eyjafirði og Soffía húsfreyja á [[Meðalfell]]i.
 
== Heimildir ==